16.04.2023 10:54

Kartöfluævintýrið á Eyrarbakka

Kartöflugarðar voru hvarvetna þar sem hægt var að koma þeim fyrir. Í húsagörðum, meðfram sjógarðinum víðast hvar og á söndunum fyrir vestan þorpið. Margir stunduðu kartöflurækt, en í mismiklum mæli. Það voru kanski 8 kartöflubændur sem svo mætti kalla og seldu afurð sína á markað á 7 og 8 áratugnum. Helmingur þeirra vélvæddur upptökuvélum og nutu aðkeypts vinnuafls yfir uppskerutíman. Það voru einkum skólakrakkar og ungmenni sem störfuðu fyrir bændurna. Sumir þeirra voru jafnframt með rófugarða og einhverjir með gulrótagarð. Kartöflurækt í stórum stíl er nú liðin tíð á Eyrarbakka og aðeins fáeinir með einhverja ræktun til egin þarfa.

Kartöflurækt hafði verið stunduð á Eyrarbakka í tíð dönsku verslunarstjóranna, en það var einkum frumkvöðullinn Brgsteinn Sveinsson sem hvatti til þess að gera kartöflurækt að atvinnugrein a Bakkanum snemma á fjórða áratug síðustu aldar. 

Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219657
Samtals gestir: 28926
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 19:02:53