09.04.2023 00:13
Bílamenningin á 8 áratugnum.
Rúnturinn á Eyrarbakka var frá Óðinshúsi, austur að skóla og til baka
Bílamenningin ef svo þætti kalla náði hámarki á áttunda áratug síðustu aldar og bar keim af þeirri "bílamenningu" sem hafði þróast á Selfossi þeim tíma. Þetta var einkum menning unga fólksins sem eyddi mestum frítíma sínum í bílnum. Fyrsta fjárfestingin var því yfirleitt bíll. Bílaflotinn samanstóð aðalega af bílum frá sjöunda áratugnum, mest breskum svo sem Cortína og Escord sem voru mjög vinsælir á þessum tíma og amerískum bílum t.d Chevy Impala, Ford Maverick og Mustang o.fl. Talsvert af þýskum svo sem Mecedes Bens og Wolksvagen bjöllu. Fáeinir frá öðrum framleiðslulöndum sáust í þessum hópi. Notaðir breskir bílar voru tiltölulega ódýrir og því hagstætt ungu fólki með lítil fjárráð, en aftur á móti mjög bilanagjarnir og entust illa. Margir vildu heldur slá um sig á Amerískum kagga þó rekstrarkostnaður þessara bíla væri mjög hár og þurftu stundum nokkrir að leggja saman í bensín til að fara á helgarrúntinn. Til að vera maður með mönnum þurftu bílarnir að vera útbúnir hljómflutningstækjum (Casettu tæjum) og sumir voru einnig með cb talstöðvar til samskipta. Það voru nánast alltaf strákar undir stýri á kvöld og helgarrúntinum og snerist málið apalega um að bjóða stelpunum á rúntinn, bíó eða í bæinn eða bara upp á kók og pulsu í Hafnarsjoppunni á Selfossi. Þar var hið svokallaða 'Hallærisplan' Selfyssinga. Þar safnaðist rúnturinn saman til að sýna sig og sjá aðra. Snemma á níunda áratugnum hvarf þessi bílamenning eins og dögg fyrir sólu. Kaggarnir hurfu af götum og þeir bresku fóru í brotajárn. Landið fylltist af rússneskum lödum, japönskum Landcruserum og allskonar slyddujeppum.
|