20.09.2022 22:31
Hannes Andrésson
Hannes Andrésson frá Litlu Háeyri hlaut Íslensku fálkaorðuna (Riddarakrossinn) árið 1971 fyrir rafvæðingu í sveitum. Hannes hóf störf hjá Rafmagnsveitu ríkisins árið 1946 og starfaði víða um land við lagningu háspennulína og síðar verkstjóri hjá Rarík.
Hannes var fæddur 22. september 1892 sonur Andrésar Guðmundssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttir og bjuggu þau að Skúmstöðum. Kona Hannesar var Jóhanna Bernharðsdóttir frá Keldnakoti á Stokkseyri. Þau hófu búskap í gamla bænum að Litlu Háeyri og ólu þar upp 9 börn.