01.06.2021 22:26
Landnámsmennirnir í Árborg
Hásteinn Atlason jarls hins mjóva af Gaulum og félagi Ingólfs Arnasonar og síðar óvinur, nam land á Stokkseyri, kom hann þar með liði sínu á tveim skipum. Bjó hann að Stjörnusteinum. Nam hann Breiðumýri alla milli Ölfusá (Ölvis?) eða Fyllarlækjar (sá lækur rann í núverandi Öfusárós, en eldri Ölfusárós var um miðja vegu á núverandi sandrifinu) og Rauðá (rann hún í Knarrarós?) og upp að Súluholti (súla, var hún landmerki ?)