01.06.2021 22:26

Landnámsmennirnir í Árborg

Hásteinn Atlason jarls hins mjóva af Gaulum og félagi Ingólfs Arnasonar og síðar óvinur, nam land á Stokkseyri, kom hann þar með liði sínu á tveim skipum. Bjó hann að Stjörnusteinum. Nam hann Breiðumýri alla milli Ölfusá (Ölvis?) eða Fyllarlækjar (sá lækur rann í núverandi Öfusárós, en eldri Ölfusárós var um miðja vegu á núverandi sandrifinu) og Rauðá (rann hún í Knarrarós?) og upp að Súluholti (súla, var hún landmerki ?)


Ölvir og Atli voru synir Hásteins. Ölvir hafði landnám allt fyrir utan Grímsá, (síðar Skipá/ Grímsdæl) Stokkseyri og Ásgautstaði og bjó á Stokkseyri, eða Stjörnusteinum. Atli átti allt milli Grímsá og Rauðá og bjó hann að Traðarholti.

Hallsteinn var mágur Hásteins og kom hann með liði sínu frá Gaulum. Hásteinn gaf honum land ytri hluta Eyrarbakka og bjó hann að Framnesi (Suður af Gamla-Hrauni)

Þórir Ásason hersis nam Kallnesingahrepp (Kaldaðarnes/Sandvíkurhrepp) og bjó á Selfossi með liði sínu.


Flettingar í dag: 1591
Gestir í dag: 254
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261881
Samtals gestir: 33881
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:21:11