Plastiðjan hf. hóf starfsemi árið 1957 í miðri atvinnukreppu sem þá var á Bakkanum. Hreppurinn átti húsnæði sem áður hýsti verslun Guðmundu Nielsen og leigði það fyrirtækinu fyrst um sinn, eða þar til fyrirtækið gat eignast það sjálft. Hjá því störfuðu á milli 20 og 30 manns þegar mest var. Þar var framleitt aðalega einangrunarplast, báruplast, umbúðuðir, plaströr og röraeinangrun. Fyrirtækið var selt um 1980 og fluttist þá hluti framleiðslunnar á Selfoss.