20.04.2021 22:05
Iðnaðarmannafélagið

Iðnaðarmannafélag Árnessýslu var stofnað á Eyrarbakka 1943 og í framhaldi af því var stofnaður Iðnskóli sem starfaði í 10 ár eða þar til skólinn var fluttur á Selfoss. Þetta var fyrsti dagskólinn á landinu, en annars voru iðnskólar almennt kvöldskólar. Hver önnur stóð í tvo mánuði.
Eiríkur Gíslason trésmiður var fyrsti formaður og upphafsmaður að félaginu. Árið 1959 var stofnað félag byggingamanna í Árnessýslu FBÁ á Selfossi og tók það við hlutverki Iðnaðarmannafélagsins. FBÁ sameinaðist síðar félagi iðn og tæknigreina FIT.
Heimild: Vigfús Jónsson/Sveitastjórnarmál 1985. /FIT.is
Flettingar í dag: 4565
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448067
Samtals gestir: 46242
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:34:10