Þad má med sanni segja ad um midja 19 öld hafi Eyrarbakki verid
nafli alheimsins í hugum íslendinga og ekki síst Sunnlendinga, því þangad komu menn
vída ad til útrædis og verslunar eins og þekkt er. Öldum saman var Eyrarbakki nátengdur
erlendri verslun og skipaferdum og íbúum stadarinns fór stödugt fjölgandi þó ekki
sé saman ad líkja vid Árborg nútímanns hvad fólksfjölgunina snertir ad ödru leiti
en því ad huga þurfti ad menntun barnanna. Í landinu var enginn eginlegur skóli fyrir börn sem svo mætti kalla, en nú stód hugur nokkura flóamanna til ad setja slíka stofnun
á fót enda var þörfin brýn. Oft var samtakaleysi sunnlendinga þrándur í götu enda
og fátækt og örbyrgd landlæg í þessum landshluta, ekki síst einmitt vegna þess.
Þad var því álitid ad yrdi mikid verk forgöngumanna ad sannfæra alþjód um ágæti
slíkrar skólastofnunar, en raunin vard önnur því flestir tóku þessum hugmyndum fagnandi.
Í nánd vid kaupstadinn voru um 50 býli og börn á aldrinum 7-14
ára á milli 30 og 40 talsins. Í Stokkseyrarhverfi voru 30 býli og 20 börn á þessum
aldri og ríflega annad eins á Bakkanum.
Forgöngumenn fyrir stofnun hjálparsjóds fyrir barnaskólann voru
þeir Gudmundur Thorgrímsen verslunarfulltrúi á Eyrarbakka, Páll Ingimundarsson prestur
í Gulverja og Stokkseyrarsókn og Þorleifur Kolbeinsson hreppstjóri á Litlu-Háeyri.
Skólinn var sídan formlega stofnadur árid
1852.
Á næstu 100 árum á eftir voru mörg framfaraskref stigin á svædinu sem mætti kalla Árborg
fortídar sem saman stód af Eyrarbakka-Stokkseyrar-Sandvíkurhreppi og sídar Selfosshreppi.
Aukin verslun, rjómabú, brúun ölfusár, mjólkurbú, sláturhús, vegaumbætur, áveita,
fráveita, kaupfélög, sparisjódur, sjómannaskóli, hafnarbætur, vélbátaútgerd, fiskvinnsla, fangelsi, sjúkrahús, gardræktun, uppgrædsla, skógrægt, rafmag, sími, pósthús, vatnsveita
og upphaf hitaveitu og svo mætti lengi telja. Frá midri 20 öld hófst hægfara hnignun á svædinu vid ströndina þegar stórverslunin hvarf med öllu og nádi hnignunin hámarki skömmu fyrir
aldamótin 2000. Reynt var ad sporna vid þeirri þróun med aukinni útgerd og hafnarbótum, idnadaruppbyggingu og brúun Ölfussárósa og kaup á skuttogara. Þessar tilraunir fjörudu út á nokkrum árum, sem og leiddi sídar af sér sameingu þessara 4 hreppa í þad sem nefnt er Árborg. Nú undanfarn 20 ár hefur verid allnokkur stígandi í þróun svædisins
og mikil fólksfjölgun og uppbygging einkum á Selfossvædinu.
Í sandvíkurhreppi hefur byggst upp íbúakjarni, svokalladar búgardabyggdir og þar er uppbygging enn í fullum gangi. Íbúdahverfi hafa byggst upp í bádum þorpunum vid ströndina, Hulduhólshverfid og Hjalladælin á Eyrarbakka og Ólafsvallahverfid á Stokkseyri.
Dálitlu af opinberu fé hefur verid varid til þorpanna frá sameiningunni fyrir 20 árum. Byggt var vid báda leikskólanna, Brimver og Æskukot og nýtt skólahús byggt á Stokkseyri og til vidhhalds obinberra bygginga. Vatnsveita var tengd vatnsveitu Selfoss. Gangstéttir endurnýjadar af stórum hluta í bádum þorpum og lítilega endurnýjad af malbiki. Byggdur var svokalladur Fjörustígur sem tengir þorpin tvö saman fyrir gangandi og hjólandi. Fuglafridland var stofnad á Óseyrarmýrum. Tjaldsvædum komid upp á bádum stödum. Leiksvædum fyrir börn. Byggdasafn Árnessýslu fékk heimilisfesti í Húsinu og þad vaxid og dafnad. Hjúkrunarheimili fyrir aldrada stækkad.
Naudsynlegt er ad hlúa áfram ad þessum samfélögum sem hafa ad geyma mikla sögu menningar, verslunar og atvinnuhátta fyrri tíma. Þessari arfleid þarf ad vera hægt ad gera gód skil í tíma og rúmi og er Byggdasafnid besti vettvangur til þess eins og þegar stór vísir er ad med vardveislu Hússins, áraskipsins Farsæl, Beituskúrinn og Eggjaskúrinn, Rjómabúid, þurídarbúd og Kirkjubæjarinns og svo nú nýverid med mun bættri sýningaradstödu í Alpanhúsinu og kaup þjódminjasafnsins á húsinu Eyri.