Eitt af merkustu mannvirkjum fyrri alda er sjógarðurinn á Eyrarbakka. Elsti hluti hans er frá árinu 1800, en árið áður (1799) gekk svokallað 'Stóraflód' yfir þorpið og olli miklu tjóni. Þá var farið að huga að vörnum gegn árgangi sjávar með því að byggja garð hlaðinn úr grjóti. Fyrst framan við verslunarhúsin þar sem þau stóðu og síðan framan við kaupmanns-Húsið. Stöðugt var unnið að garðhleðslunni og endurbótum á henni næstu 110 árin, en þá náði sjógarðurinn frá Ölfusárósum og austur fyrir Stokkseyri. Síðan höfðu stórflóð rofið skörð í garðinn hér og þar, t.d. í flóðunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Endurbygging nýrra sjóvarnargarða hefst síða 1990 eftir stormflóðið. Þeim var síðan að fullu lokið við árið 1997. Efnið er tekið úr hrauni ofan þorpsins ásamt stórgrýti sem flutt er ofan úr Grímsnesi og hlaðið upp sjávarmegin við eldri sjógarðinn. Einnig var talsvert magn af grjóti fengið frá Hrauni í Ölfusi. Þannig á þetta mannvirki um 200 ára gamla sögu sem vel mætti gera betri skil með ýmsum hætti. Verktakar við uppbyggingu nýja sjógarðsins voru Sveinbjörn Runólfsson og Ístak.