31.12.2020 21:00
Íbúafjöldi á Eyrarbakka

Skráður íbúafjöldi var mestur á Bakkanum árin 1918-1920. Þá bjuggu hér 950 til 1000 manns. Þar af bjuggu í Hraunshverfi um 100 manns, flest í torfbæjum. Í stærri húsum á Bakkanum sem þá voru flest nýbyggð, bjuggu 2 - 3 fjölskyldur saman og oft barnmargar. Síðan tók íbúum að fækka og Hraunshverfi og torfbæirnir lögðust í eyði. Stórverslunin lagðist af og með því hurfu störf fjölda fólks. Frá þeim tíma hefur íbúatalan verið nokkuð stöðug milli 5 og 600 manns. Árið 2019 voru 558 íbúar á Eyrarbakka.
Í dag búa ríflega 10.000 manns í Árborg, sameinuðu sveitarfélagi.
Í dag búa ríflega 10.000 manns í Árborg, sameinuðu sveitarfélagi.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28