08.09.2020 22:03
Landbúnaðurinn
Landbúnaðurinn hafði verið frá fornu fari í höndum landeigenda og hjáleigubænda, en með landakaupum hreppsins um og eftir 1900 gáfust þurrabúðamönnum færi á að koma sér upp fáeinum skepnum, kartöflu og kálgörðum. Skömmu fyrir heimstyrjöldina síðari voru í þorpinu 197 kýr, 136 hross og 1.550 kindur. Helmingur af tekjum þorpsbúar fékkst af landbúnaðinum. Kartöflurækt varð síðar stunduð af tiltölulega fáum aðilum en jafnframt stórum framleiðendum. Um og eftir aldamótin 2000 fækkaði þessum framleiðendum ört svo að nú er svo komið að kartöfluframleiðsla má heita horfin úr þorpinu. Hrossa og sauðfjárrækt eru enn stundaðar á Bakkanum og eru það nær engöngu frístundabændur sem standa undir þeirri ræktun. Hænsnahald hefur tíðkast á Eyrarbakka allt frá landnámi. Eftir síðar heimstyrjöld og framundir 1970 var nær engöngu ítalskur hænsnastofn við lýði en hin síðari ár hafa ræktendur tekið upp íslenska hænsnastofna í auknum mæli. Ekki er óalgengt að fólk haldi fáeinar hænur í bakgörðum sínum, en fyrir einhverjum misserum var hanahald bannað í þorpinu og sakna sumir galsins en aðrir ekki. Önnur alífuglarækt hefur af og til verið stunduð, en í litlum mæli þó.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06