12.08.2020 22:49

Æskulýðsmál á Eyrarbakka

Forystumenn í þessum málaflokki á Bakkanum voru þessir helst: Jens Sigurðsson kennari bróðir Jóns forseta, Magnús Helgason, Jón Pálsson, Pétur Guðmundsson oddviti, Aðalsteinn Sigmundsson stofnandi skátafélagsins Birkibeinar 1921 og stofnandi UMFE 1925, Ingimar Jóhannesson, Vigfús Jónsson oddviti, Ársæll Þórðarsson, sr. Valgeir Ástráðsson stofnandi Æskulýðsfélags Eyrarbakka 1973 og marga fleiri mætti nefna.

Skátafélagið Birkibeinar var endurvakið 1989 af nokkrum konum og starfaði nokkur ár. Þá hefur björgunarsveitin Björg ætíð haldið úti ungliðastarfi. Knattspyrnufélagið Ægir var stofnað með Stokkseyringum og Ölfusingum 1987 undir formennsku Magnúsar Skúlasonar Eyrarbakka. Stokkseyringar slitu sig úr félaginu ári síðar. Eftir sameiningu Eyrarbakka við Árborg er félagið nánast einvörðungu skipað Ölfusingum.
Flettingar í dag: 4565
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448067
Samtals gestir: 46242
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:34:10