30.03.2020 22:40

Hús á Bakkanum - Hátún

HÁTÚN


Húsið byggði Eiríkur Guðmundsson húsasmíðameistari. Húsið var byggt á skömmtunarárunum um 1950 og erfitt um efnistök, Eiríkur var útsjónarsamur og náði að smala saman efni víða að, m. a mikla brúarfleka frá byggingu Steigrímsstöðvar í Soginu, sem hann reif sundur og endurnýtti í byggingu þessa veglega húss..

Helga[b1]  Eiríksdóttir

Vigdís[b2]  Ingibjörg Árnadóttir og

Eiríkur[b3]  Guðmundsson

1964 - 3ja

1990 - 57

1928 - 2017


 [b1]Lést af slysförum

 [b2]Vigdís Ingibjörg Árnadóttir húsmóður, f. 20.8. 1932, d. 20.7. 1990. Hún var dóttir hjónanna Árna Eyþórs Eiríkssonar, verslunarstjóra í Bjarnaborg á Stokkseyri, og Ingibjargar Kristinsdóttur, húsmóður frá Hömrum í Grímsnesi.

 [b3]Eiríkur fæddist í Ísakshúsi á Eyrarbakka, Guðmundssonar húsasmíðameistara Eiríkssonar frá Þórðarkoti og Sigurlínu Jónsdóttur er var Álftnesingur að ætt og búsett í Merkigarði. Hann starfaði að byggingu einbýlishúsa á Eyrarbakka, byggingu fyrstu húsanna í Þorlákshöfn, byggingu núverandi ráðhúss Árborgar, þá er byggt var fyrir Kaupfélag Árnessinga. Þá vann hann einnig við báta- og skipaviðgerðir í slippnum á Eyrarbakka, var eftirlitsmaður Skipaskoðunar ríkisins á Suðurlandi um árabil, var í slökkviliði, sat í hreppsnefnd og fleira. Eiríkur starfaði lengi við Fangelsið Litla-Hrauni, fyrst við viðhald en síðar reisti hann þrjár nýbyggingar við fangelsið. Þá annaðist Eiríkur frístundaföndur í trésmíði fyrir fanga um árabil. Um 1980 var Eiríkur ráðinn útivarðstjóri og gegndi því starfi til starfsloka. Eiríkur var virkur í félagsstarfi alla tíð, söng í kór og var í leikfélagi.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06