09.10.2019 22:32

Landamærabrýr Eyrarbakka

Brú var fyrst  byggð yfir Hraunsá 1876. Steypt brú var byggð sennilega á fyrstu áratugum 20. aldar. Síðan var vegurinn færður á árunum 1977- 1978 og ný brú byggð. 2015 var sett þar göngubrú yfir fyrir neðan veg. Óseyrarbrú var byggð á árunum 2000-2003 eftir margra áratuga baráttu Eyrbekkinga fyrir byggingu hennar.  Brýr þessar hafa allt frá upphafi verið hin mesta samgöngubót fyrir allt suðursvæði sýslunar. Lengi hefir verið beðið eftir nýrri brú yfir Ölfusá ofan Selfoss sem hefur verið árum saman á áætlun, en það verður að segjast að oft eru stjórnmálamenn lengi að sjá ljósið.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28