05.10.2019 23:11

Uppfyllingar og kolefnisbinding

Nú á dögum er það til siðs að fylla upp skurði í mýrlendi sem grafnir voru upp í fyrndinni. Það var gert til að þurka upp mýrarnar svo að hafa mætti af því hey sem annars var oft hörgull á. Í nútíma landbúnaði gerist ekki þörf að hirða hey af mýrum sem eru í dag aðalega nýtt sem beitarlönd. Það er þó ekki ástæðan fyrir uppfyllingunum. Í fyrstu var það gert til að örva fuglalíf á tilteknum svæðum svo sem í fuglafriðlandinu á Eyrarbakka. En nú seinni ár til þess að kolefnisbinda jarðveginn. Hópur vísindamanna hafa nefnilega komist að þeirri niðurstöðu að kolefnisútstreymi í andrúmsloftið sé að valda hamfarahlýnun á jörðinni, með þeim skelfilegu afleiðingum að allir jöklar jarðar bráðni á næstu árum og hækki sjávarborð um tug metra. Það mundi gjörbreyta strandlengjum um allann heim og færa eyjar á kaf. Ekki eru allir vísindamenn sammála um orsök fyrir þessari  hlýnun á heimsvísu sem er mæld upp á ca 1°C það sem af er hlýskeiðinu. Sumir vilja skella skuldinni á ört vaxandi skóga og umfangsmikla skógrækt víða um heim, einkum í Skandinavíu. Er rökstuðningur þeirra ekkert síðri en hinna sem halda með kolefnisfullyrðingunni. Sumir vísindamenn telja hinsvegar aðalorsökina vera reglubundin ca 1000 ára sveiflu í sólinni sjálfri. Uppsafnaður ofurvarmi í miðju sólar sem nær smám saman til yfirborðs hennar og hjaðnar út á nokkur hundruð árum og endar í kuldaskeiði á jörðinni.  Almenningur allur tekur þó kolefniskenninguna trúanlega, enda mikill áróður rekinn fyrir henni. Það hefur aftur skapað mikla taugveiklun og óróa meðal yngri kynslóða á heimsvísu. Stjórnmálamenn lofa hver í kapp við annann að bregðast við þessum heimsendaspám með öllum, eða næstum öllum tiltækum ráðum og til að sýna ungu kynslóðinni að eitthvað sé nú verið að gera, þá er spjótunum beint að bifreiðaeigendum sem keyra á jarðefnaeldsneyti, sem sé stóra málið.

Til gamans má geta þess að elstu skurðirnir á Eyrarbakka voru handgrafnir.  Markaskurðurinn var grafinn 1885-1887. Hraunsskurðurinn var grafinn um 1908 (4,5km) Kjálkaskurðurinn var grafinn 1922-1928. Holræsin miklu voru grafin árið 1929
Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07