01.10.2019 23:00

Hvað hefur gerst síðan?

Árið 1929 voru handgrafnir tveir skurðir þvert gegnum Bakkann ofan af dælum og niður í sjó lagðir steinrörum og var vatni ofan af dælunum veitt þar í gegn og landið þannig þurkað upp. Jafnframt var frárensli húsa veitt í þessi holræsi, mikið til í tréstokkum sem sumt er enn við lýði. Fækkaði þá kömrum sem áður voru við nálega hvert hús. Litlahraunsholræsið var síðan  grafið 1933. Frá því að þetta var gert hefur ekkert breyst í holræsamálum við ströndina. Við hverjar kosningar síðan á áttunda áratug síðustu aldar hefur þessi umræða verið tekin upp, en þó ekkert þokast þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og skoðanir. Helst er það "fjármögnun" sem virðist standa í veginum, því lausnirnar eru til. Á meðan er búið við undanþágu á þessari úreltu og aldagömlu fráveitulausn sem hvergi tíðkast lengur í nútíma samfélögum.

Fyrst ýmis stórvirki voru framkvæmanleg árið 1929 með höndunum einum, þætti mönnum ekki mikið með nútíma hugviti, tækni og vélvæðingu að græja málið fyrir árið 2029 eða hvað?

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00