14.09.2019 17:14
Bakarar á Bakkanum
Fyrsti bakarinn á Eyrarbakka var danskur, N.C.Back
að nafni. Hann var bakari við Lefolii verslun og fór hann héðan alfarinn árið
1909 aftur til Danmerkur. Danskir bakarar Oluv Hansen og Martein Nielsen leystu
Bach af þá er hann fór utan í tvö skipti (í síðara sinnið 1902). Lars Laurits Andersen Larsen frá Horsens í
Danmörku kemur 1909 (Lárus eldri, en hann
giftist íslenskri konu, Kolfinnu Þórarinsdóttur) og fer að baka fyrir
Lefolii verslun og starfar til ársins 1915, en fer þá utan um nokkurn tíma. Jón
Jónsson (d.1930) var annar bakari hjá versluninni á Eyrarbakka og starfar þá
einn fyrir bakaíið um skeið, en fer til starfa hjá Lárusi eldri árið 1927 þegar
hinn síðarnefndi kaupir bakaríið af versluninni. [Jón þessi
hafði frá upphafi verið Bach bakara til aðstoðar] Þegar Lárus eldri fellur
frá 1942 tekur Lárus yngri Andersen við bakaríinu, og um 1960 setur hann upp
bakarí í Skjaldbreið (Lalla bakarí). Bakaríið rak hann framundir 1970 þá er
hann lést. Lalli hafði þá lengi glímt við veikindi, en hann hafði fengið berkla
á sínum yngri árum og náði sér aldrei að fullu af þeim veikindum. Í Vestmannaeyjagosinu 1973 flutti Sigmundur
Andresson (Simmi bakari) úr Vestmannaeyjum aftur á Bakkann og tók bakaríið í Skjaldbeið á leigu og hóf þar
bakstur. Sigmundur var fæddur árið 1922 í Nýjabæ á Eyrarbakka. Það var mikil hátíðarbragur
þegar bakaríið opnaði aftur kvöld eitt undir merkjum Sigmundar og varð venjan sú
að hafa bakaríið opið langt frameftir kvöldi. [ Foreldrar Sigmundar voru Andrés Jónsson fæddur á Litlu Háeyri á Eyrarbakka
(síðar Smiðshúsum) og Kristrún Ólöf Jónsdóttir. Sigmundur hafði lært að baka hjá Lárusi eldri áður
en hann flutti til Vestmannaeyja 1946]
Þegar gosinu lauk flutti Sigmundur
aftir til Eyja með fjölskyldu sína. Síðan hefur ekki verið starfandi bakarí í
þorpinu, enda átti slík þjónusta orðið í ófæri samkeppni við Kaupfélagið á staðnum.
Bakaranemar á Eyrarbakka. Jón Jónsson, Gísli Ólafsson frá Gamla Hrauni, Sigmundur Andrésson frá Smiðshúsum, Lárus Andersen frá Bakaríinu, Sigurður Andersen frá Bakaríinu.
Heimild: Heimaslóð.is Auglýsarinn, 02.11.1902 - Timarit.is. Eyrarbakki.is