08.09.2019 23:02

Plastiðjan á Eyrarbakka - Saga plastsins

Plastiðjan HF hóf starfsemi sína í Miklagarði á Eyrarbakka 1957 og voru það forsvarsemenn Korkiðjunar og Vigfús Jónsson oddviti sem gengust fyrir stofnun þess. Framleiðsluvörur fyrirtækisins voru fyrst og fremst einangrunarplast, en einig  trefjaplast, röraeinangrun, þolplast og hljóðvistarplötur. Hjá fyrirtækinu störfuðu 30 manns. Nýr rekstraraðili hóf plastframleiðslu í húsnæðinu 1973 en fluttist síðar að Gagnheið á Selfossi. Fyrirtækið hét þá Plastiðjan ehf og  sérhæfði sig í matvælaumbúðum og vörum fyrir matvælaiðnað. Mikligarður var þá nýttur undir aðfangslager álpönnufyrirtækisins Alpan hf eftir að Plastiðjan hvarf á braut einhverntíman um og eftir 1986. Húsið hrörnaði mjög á þeim tima og síðar er það stóð autt í nokkur ár þar til Félag var stofnað árið 2005 um uppgerð húsnæðisins og hýsir það nú einn vinsælasta veitingastað á Suðurlandi. Mikligarður var byggður sem verslunarhús árið 1919 af Guðmundu Níelsen Tónskáldi og verslunarkonu. 

Húsnæði Plastiðjunar á Gagnheiðinni brann til kaldra kola árið 2015 og í framhaldi af því fluttist framleiðsla fyrirtækisins til Reykjavíkur.

 Í dag er plastið mikill mengunavaldur um allann heim, þó svo stór hluti þess sem framleitt er fari aftur til endurvinnslu. Fólk er orðið meðvitaðra um áhrif plasts á lífríkið og þá einkum örplasts úr snyrtivörum og niðurbroti annars plasts. Plastframleiðslan í heiminum í dag nemur  um 345 milljónum tonna á ári. Bretinn Alexander Parkes var fyrstur til að framleiða plast úr sellulósa árið 1862 og nefnist efnið Parkesine. Belginn Leo Baekeland var fyrstur til að búa til nútíma plastefni árið 1907. Það var svo ekki fyrr en á stríðsárunum að verksmiðjur hófu að framleiða alskonar vörur úr plasti í stórum stíl.

Sjá einig: Sú var tíðin 1957

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00