01.09.2019 22:42

Fornleifar á Eyrarbakka

Búðir norskra kaupmanna stóðu í landi Einarshafnar frá árinu 1316. á svipuðum slóðum og Sundvörðurnar nú og kölluðust "Rauðubúðir" manna á meðal. Nokkrum áratugum síðar leggst Ísland undir danskt konungsvald (1380). Um aldamótin 1500 var byggt þar stórt geymsluhús og baðstofa úr timbri. Stóð það á hnéháum stöplum. Öld síðar hófst einokunarverslunin á Íslandi. [https://is.wikipedia.org/wiki/Einokunarverslunin ]Einarshöfn fór illa í stóraflóði 1653 og voru bæir og verslunarhús flutt á Skúmstaðahorn. Hús þau hétu síðan Vesturbúðir. Síðan sumarið 2017 hefur verið grafið þar eftir fornminjum og nú síðast í sumar. Þau hús sem þar stóðu síðast voru byggð á árunum 1750 til 1892. Húsin komust síðar í eigu kaupfélags Árnessinga og voru rifin 1959 og var efnið flutt til Þorlákshafna, þar sem kaupfélagið byggði fiskverkunarhús úr efniviðnum, sem síðar brann.

Sjá: Húsbrot og rupl í Rauðubúð

Sjá: Haust

Sjá: Í minningu Vesturbúðanna

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07