13.08.2019 21:37

Tilraunir með þorskanet árið 1800

Niels Lambertsen verslunarstjóri á Eyrarbakka gerði tilraunir með þorskanet um aldamótin 1800 en árið 1770  var gefin út konungleg fyrirskipun, um veiðar með þorskanet hér við land. Þessar tilraunir leiddu ekki til neinnar byltingar í fiskveiðum Íslaendinga á þeim tíma og lögðust fljótt af. Það var ekki fyrr en öld síðar að þessar tilraunaveiðar hófust á nýjan leik, en árið 1909, er eftirfarandi frásögn úr 4 árg. tímaritsins Ægis:
 2. árg. »Ægis« bls. 65 skýrði eg siðast frá tilraunum, sem gerðar höfðu verið nýlega á Austfjörðum til þess að veiða þorsk i net. Síðan hafa verið gerðar nýjar tilraunir á nokkrum stöðum og skal eg skýra stuttlega frá þeim hér. Fyrstar i röðinni og afieiðingamestar eru tilraunirnar i Þorlákshöfn. Byrjunin að þeim er þessi: Vetrarvertíðin 1906 hafði verið mjög rýr, eins og fleiri vertíðir næst á undan. En í Þorlákshöfn hefir aðeins verið brúkuð lóð, eins og í öðrum veiðistöðum í Árnessýslu og mikill meiri hluti aflans ýsa. Einn af formönnunum í Höfninni var Gísli Gíslason, frá Rauðabergi í Fljótshverfi, þá nýlega fluttur að Óseyrarnesi. Hann fór heim til sín um páskana og datt þá í hug að taka með sér 33 faðma langa laxa- fyrirdráttarnót með 3 1/2 riðli, er hann átti, þegar hann fór aftur út í verið, og reyna hvort ekki yrði fiskvart í hana, þar sem aflinn á lóðir hafði nærri algerlega brugðist lil þess tima. Hanni lagði nótina (þorskanet hafði hann aldrei séð), á 12 faðma dýpi og var þegar við fyrstu umvitjun vel var i hana af þorski og stútungi og á einni viku, sem hún lá, fékk hann 360 fiska, þar af 1/4 undir málfiskur, margt af hinum vænn þorskur (allur fisknrinn mjög feitur) og svo 20 stórufsa."
Þetta vakti mikla athygli en  félagskapur formanna í Þorlákshöfn ákvað að banna þessar tilraunir vegna hættu á ofveiði og raski veiðistöðva. - "Vertíðin 1907 varð enn lélegri en 1906. Þá var það nær vertiðarlokum að einum formanni varð að orði við Gísla, er þeim var rætt um afla leysið: »Ekki hefði vertíðin orðið aumari, þótt menn hefðu brúkað þorskanet«. Þvi var Gísli samdóma. Bundu þeir þá fastmælum með sér, að reyna þorskanet á næstu vertíð, þrátt fyrir bannið og fengu með sér 4 aðra formenn í félagið. Þegar þetta fréttist, brá svo við, að hinir formennirnir, jafnvel þeir, er mest höfðu verið á móti netunum, ásettu sér einnig hið sama, bannið var þannig þegjandi numið úr gildi og allir útveguðu sér regluleg þorskanet fyrir næstu vertíð. 
Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00