20.05.2019 23:01
Baugsstaðir (2)
Tvíbýlt er á Baugsstöðum sem greint er frá hér í fyrra bloggi, en hér er upptalning ábúðar á hinum hlutanum.
1775 - 1797 Magnús hreppstjóri Jónsson Bjarnasonar í Grímsfjósum (Hann sagði
af sér)Kona hans var Ólöf Bjarnadóttir hreppstjóra á Baugsstöðum
Brynjólfssonar. Synir Þeirra voru: Bjarni eldri á Baugsstöðum og Bjarni yngri á
Leiðólfsstöðum.
1797 - 1805 Ólöf Bjarnadóttir ekkja Magnúsar. Ólöf var
tvígift og var fyrri maður hennar Gissur Stefánsson í Traðarholti.
1805-1807 Bjarni hreppstjóri Magnússon eldri. Kona hans var
Elín Jónsdóttir hreppstjóra á Stokkseyri Ingimundarsonar. Sonur þeirra var
Magnús á Grjótalæk.
1807-1808 Elín Jónsdóttir ekkja Bjarna. Hún giftist aftur Hannesi
Árnasyni á Baugsstöðum.
1808-1844 Hannes Árnason frá Selalæk hreppstjóra Ormssonar
prests á Reyðarvatni. Kona hans var Elín Jónsdóttir er fyr er getið. Börn
þeirra voru: Þuríður á Fljótshólum, Bjarni hreppstjóri í Óseyrarnesi og Magnús á
Baugsstöðum.
1844 - 1852 Oddur Hinriksson frá Brandshúsum Þorkellssonar.
Kona hans var Róbjörg Ólafsdóttir á fljótshólum Þorleifssonar. Börn þeirra
voru: Ólafur á Fljótshólum-dó ókvæntur, Guðmundur -dó ungur. Ingibjörg á Fljótshólum
-dó ógift. Oddur á Ragnheiðarstöðum, Róbjörg á Fljótshólum og Margrét -dó ung.
1854 - 1892 Magnús Hannesson Árnasonar er fyr er getið og
Guðlaug Jónsdóttir frá Vestri-Loftstöðum Jónssonar yngra á Stokkseyri Gamalíelssonar.
Börn þeirra voru: Jón í Austur-Meðalholtum, Elín á Baugsstöðum, Jón á Baugsstöðum,
Hannes í Hólum, Magnús á Baugsstöðum, Sigurður smiður á Baugsstöðum.
1892 - 1897 Magnús Magnússon Hannessonar á Baugsstöðum og
Þórunn Guðbrandsdóttir frá Kolsholti Brandssonar. Dóttir þeirra var Margrét.
1897-1933 Jón Magnússon Hannessonar á Baugsstöðum og Helga
Þorvaldsdóttir frá Brennu í Flóa. Áttu einn son er dó ungur.
1933 - 1984 Ólafur Gunnarsson frá Ragnheiðarstöðum
Þorvaldssonar í Brennu í Flóa og Jónína Oktavía Sigurðardóttir frá Eystri -Rauðarhól
Jónssonar. Synir þeirra voru: Hinnrik d 2011, Erlendur Óli og Sigurjón.
1984- 2011 Hinnrik Ólafsson vörubílstjóri .( Árið 1959 fann
Hinrik flöskuskeyti í Baugsstaðafjöru,var það frá þýskum sjómanni sem hafði
varpað flöskunni frá skipi langt suður í hafi. Þýskukunnátta Hinriks kom þarna
að góðu gagni, svaraði hann skeytinu og hófust svo samskipti, skrifuðust þeir á
og sendu hvor öðrum jólagjafir í yfir 50 ár)
Heimild: Guðni Jónsson-Búendur og bólstaðir í Stokkseyrarhreppi og mbl.is