09.05.2019 23:40
Húsanöfn á Stokkseyri fyrir 1950 / A-B
1. Adólfshús - Kennt við Adólf Adólfsson á
Stokkseyri. Talið er að húsið hafi verið byggt 1889 og var fyrsta
bárujárnsklædda húsið sem byggt var á Stokkseyri. Eftir 1913 Var það notað
fyrir vöruskemmu og verslun Jóns kaupmanns Magnússonar.
2. Aðalsteinn - Byggt 1910 af Guðmundi
Guðmundssyni, síðar í Brautartungu. Þetta var annað steinsteypta húsið sem
byggt var á Stokkseyri, en hitt var Hafsteinn,
sem byggt var sama ár.
3. Aftanköld - Upphaflega skemma er Jón
Adaólfsson í Grímsfjósum byggði við Stokkseyrarbæinn á árunum 1860-1865 er hann
hóf verslun þar. (Nafnið er dregið af staðsetningu skemmunar og þótti köld)
Lengi bjó þar Einar Ólafsson frá Grjótlæk og skírði hann bæinn upp og nefndi Varmadal.
4. Akbraut - Byggt 1920 af Jóni
Kristjánssyni, bróðursyni Magnúsar Teitssonar hagyrðings.
5. Aldarminni - Byggt árið 1901 af Einari
Jónssyni, áður bónda í Götu og
Guðlaugi Skúlasyni, síðar bónda í Símonarhúsum.
Jón Sigurðsson keypti húsið síðar og stækkaði nokkuð.
6. Alþýðuhús - Byggt 1901 af
verkamannafélaginu "Bjarma" og var
samkomuhús þess. Notað síðar sem áhaldahús hreppsins og slökkvistöð.
7. Árnatóft - Kennd við Árna nokkurn úr
Bæjarhrepp, er hafi fengið að stunda silungsveiðar í Traðarholtsvatni og reisti
kofa þar við vatnið. Sigurður Sigurðsson, síðar í Hraukshlöðu fékk að gera sér
þarna býli á tóftunum árið 1859. Bjuggu þar ýmsir þurrabúðarmenn síðar.
Kristján Hreinsson er þar bjó gerði bæinn upp árið 1903 og kallaði Brautarholt*.
8. Ártún I - voru byggð árið 1891 hjá
Garðbæ í Beinteigshverfinu af Gústaf Árnasyni trésmiðs frá Ártúnum á
Rangárvöllum [Þá í Beinteig].
Brynjólfur Gunnarsson keypti bæinn árið 1898 og Kallaði Traðarhús*
9. Ártún II - Byggð 1898 af Gústaf
Árnasyni trésmið [Flutti síðan til
Stykkishólms] Gunnar í Götu keypti það af honum og bjó þar í nokkur ár, en
flutti það síðan upp að Löllukoti, en þaðan var það flutt að Hæringsstöðum.
10. Ásgarður - Byggt árið 1906 af Ásgeiri
Jónssyni borgara í Hrútstaða-norðurkoti.
11. Auðnukot /Unukot - hét býli í
Syðra-Selslandi á mörkum milli Svanavatnsengja og Syðra-Sels. Ekki er vitað um
aldur tóftarinnar eða hver þar byggði eða bjó.
12. Bakarí - Svonefnt brauðgerðarhús og
íbúð bakara reist fyrir aldamótin 1900. Það stóð við Helgahús, sunnan við
Þingdalinn. Seinast vöruskemma pöntunarfélags verkamanna. Byggingin brann árið
1939. Var þar síðan byggt fiskþurkunarhús.
13. Bakkagerði - Þurrabúð í
Traðarholtslandi, byggt af Guðjóni Pálssyni árið 1905. Fór í eiði 1921. Síðasti
ábúandinn var Guðmundur Sigurðarson frá Sjónarhól, síðar Hvanneyri*
14. Bakkakot - byggt fyrir 1920, bjó þar
Jón Þórðarson, áður bóndi á Leiðólfsstöðum. kot þetta fór í eiði 1934
15. Bakki - eitt af Sjónarhólsbæjum, byggt
1901 af Jóhanni Guðmundssyni frá Bakka í Landeyjum, síðar Vestmannaeyjum.
16.
Baldurshagi
- Byggður 1910 af Sæmundi Benediktssyni frá Íragerði*. [Flutti til
Vestmannaeyja 1935]
17.
Baldursheimur
- Byggður 1945 af Sturlaugi Guðnasyni frá Sandgerði*.
18.
Barna
og unglingaskóli stokkseyrar - Reist á árunum 1947-1951 á Stokkseyrartúni
gamla. Þar hjá var reistur skólastjórabústaður Stjörnusteinar*.
19.
Baugstaðarjómabú
- Byggt árið 1904 við Baugstaðaá vestan við Baugstaði.
20. Beinteigur - Þurrabúð í eiði ca 1648,
eiðilagðist af sjávargangi 1653 [Flóðið
mikla 2. janúar 1653] Beinteigur er elsta nafngreinda þurrabúð í
Stokkseyrarhverfi. Sjóbúð var þar fyrir eða um 1882 og bjó þar eitt ár Einar
Ólafsson síðar í Aftanköld* Árið
1883 flutti í Beinteig Sigurður Snæbjörnsson frá Brattholtshjáleigu og reisti
þar fyrsta bæinn. Bærinn var endurgerður á árunum 1945-1946 og fluttur lítið
eitt úr stað og hét þá Sætún* en á
tóftinni var síðan byggð hlaða og gripahús frá Sætúni. Um og fyrir aldamótin
1900 risu margir nafnlausir bæir í Beinteigshverfinu, en sumir fengu síðar
nöfnin Garðbær*, Garðstaðir*, Haustshús*
og Traðarhús*.
21. Bjarg - Byggt 1901 af Jóni Jóhannssyni,
áður bónda á Mið-Klekki. Gísli Magnússon bjó þar eftir honum.
22. Bjarmaland - Byggt 1895 af Jóni
Vigfússyni verslunarmanni hjá Ólafi Árnasyni. [Jón fór til Ameríku 1899] Þá bjó þar Guðmundur Vernharðsson
kennari til dauðadags 1901. Húsið var síðan lengi vörugeymsluhús Jóns kaupmanns
Jónssonar. Árið 1932 bjó þar Guðjón Jónsson fyrrum bóndi á Leiðólfsstöðum.
23. Bjarnaborg - Byggt árið 1900 af Jóni
bónda Grímssyni á Stokkseyri. Húsið er kennt við Bjarna Jónsson formann frá
Magnúsfjósum.
24. Bjarnahús - Byggt árið 1901 af Eiríki
Jónssyni trésmið frá Ási í Holtum. Húsið
er kennt við Bjarna Grímsson er keypti af honum sama ár. [Bjarni flutti til Reykjavíkur 1926] Þá bjó Sigurður Sigurðsson
bóndi á Stokkseyri í Bjarnahúsi og síðan Katrín ekkja hans.
25. Bjarnastaðir - Býlið hét fyrst
Baugakot* en síðar Heiðarhvammur*. 1903-10 var húsið kennt við Bjarna formann
Nikulásson er þar bjó.
26. Björgvin - Byggt árið 1898 og nefndist
þá Eiríkshús. Árið 1903 keyptu Daníel Arnbjörnsson frá Gerðum í Flóa og
Eyjólfur Sigurðsson frá Kalastöðum húsið og nefndu Björgvin.
27. Blómsturvellir - Byggt árið 1910 af
Brynjólfi Gíslasyni frá Þverspyrnu í Ytrihrepp. [Flutti síðar til Rvíkur]
28. Brautarholt - Hét áður Árnatóft* en Kristján Hreinsson breytti
nafninu árið 1903. Síðasti ábúandinn var Helgi Halldórsson til ársins 1911,
síðar Grjótalæk. Fór þá býlið í eiði.
29. Brávellir - Byggt 1911 af Jóni
Þorsteinssyni járnsmið frá Kolsholtshelli og Theódór Jónssyni frá
Álfsstöðum. [Theódór flutti síðar til Rvíkur]
30. Brekkukot - Byggt árið 1907 af
Ingimundi Eiríkssyni frá Haugakoti í Flóa.
31. Brún - Byggt árið 1896 af Magnúsi
Teitssyni hagyrðingi. Samdi hann vísu er hljómar svo: >Þessi heitir bærinn
brún/byggður rétt hjá flóði/fylgir hvorki tröð né tún/telst þar lítill
gróði.< Húsið fór í eiði og var síðar notað sem sumarbústaður.
32. Brynkahús / Traðarhús* - Kennt við
Brynjólf Gunnarson
33. Bræðaraborg I - (Vestari Bæðraborg) Byggt árið 1896 af
bræðrunum Sæmundsonum, Guðmundi kennara og Lénharði söðlasmið.
34. Bræðraborg II - Byggt árið 1899 af
bræðrunum Jóni og Ingimundi Vigfússonum.
35. Búð - Byggt úr gamalli sjóbúð árið 1893
af Sigurði Bjarnasyni áður bónda á Grjótlæk. Hann byggði einig fyrsta húsið á
Sjónarhól og var Búð þá rifin.
36.
Baugakot
/ Baugkot - Byggt 1893 af Bjarna Nikulássyni frá Stokkseyrarseli, áður bónda á Bugum. Árið
1903 skírði hann bæinn Bjarnastaði*,
en eftir 1910 var bærinn nefndur Heiðahvammur*.