09.05.2019 23:29

Húsanöfn á Stokkseyri fyrir 1950 / H-K

1.       Hafsteinn - Byggður árið 1910 af Hreini Kristjánssyni, síðar bónda í Símonarhúsum. Hafsteinn var fyrsta steinhúsið sem fullgert var á Stokkseyri.

2.       Hausthús - Einn af Beinteigsbæjum. Byggð árið 1896 af Runólfi Jónssyni frá Magnúsarfjósum. Jósteinn Kristjánsson kaupmaður byggði þar sölubúð við.

3.       Heiðahvammur - Hét fyrst Baugakot og svo Bjarnastaðir. Ólafur Guðmundsson ferjumaður frá Sandhólaferju skírði bæinn Heiðahvamm árið 1910. Síðast bjó þar Júlíus Gíslason frá Ásgautsstöðum, en flutti að Syðsta-Kekki 1914 og fór Heiðahvammur þá í eiði.

4.       Heiði - Þurrabúð frá Brattsholti. Oft kölluð "Trýni" meðal Stokkseyringa. Þar byggðu árið 1879 hjónin Jón Jónsson og Hildur Jónsdóttir. Kotið fór í eiði 1896 eftir Tómas Ögmundsson.

5.       Helgahús - Kennt við Helga Jónsson verslunarstjóra í Kf. Ingólfi. Áður kallað Ólafshús*

6.       Helgastaðir -  Byggt árið 1896 af Helga Pálssyni fyrrum bónda í Vestra-Stokkseyrarseli.

7.       Helluhóll - Þar bjó Erlendur Bjarnason 1802. Kotið hefur verið "kuðungur" frá Hellukoti.

8.       Hof - Byggt 1908 af Gísla Sigmundssyni frá Gerðum í Flóa. Fór í eiði eftir Bjarna Nikulásson 1933.

9.       Hólahjáleiga - Þurrabúð frá Hólum. Þar bjó Guðmundur Ormsson 1703. Einhverníman kallaður "Lokabær" Kotið fór í eiði.

10.   Hóll - Hét áður Ölhóll*

11.   Hólmur - Hét áður Grímsbær* Jón Guðbrandsson og Guðjón Jónsson, ábúendur skírðu bæinn upp árið 1903.

12.   Hólsbær - Einnig kallaður Hólshjáleiga eða Norður-Hóll. Byggður árið 1884 af Magnúsi Þorsteinssyni frá Kolsholtshelli. Fór í eiði eftir Þorkel Halldórsson frá Kalastöðum 1925.

13.   Hólshjáleiga - Sjá Hólsbær*

14.   Hótel Stokkseyri - Byggt 1943 af hlutafélagi og stóð að nokkru á grunni Félagshússins, sjá Félagshús*

15.   Hraukur - Byggt árið 1824 af Bjarna Jónssyni bónda á Syðsta-Kekki. Fór í eiði eftir að Erlendur Þorsteinsson flutti að Símonarhúsum 1842. Árið 1880 byggði Bjarni Nikulásson kotið upp. Kotið fór aftur í eiði 1925 eftir Sigurð Gíslason á Jaðri er þar bjó síðast.

16.   Hryggir - Sjá Nýjibær*

17.   Hviða - Þurrabúð sem fór í eiði 1707. Síðar voru Útgarðar* byggðir á þeim stað.

18.   Hvíld - Fór í eiði árið 1707. Karel Jónsson bóndi á Ásgautstöðum byggði þar 1876 og hélst nafnið. Fór aftur í eiði 1928.

19.   Hvanneyri - Byggt árið 1921 af Guðmundi Sigurðssyni frá Sjónarhól.

20.   Ísólfsskáli - Kenndur við Ísólf Pálsson tónskáld er byggði hann árið 1899. Ísólfsskáli fór í eiði 1916 eftir Magnús Gunnarsson kaupmann. (Ísólfsskáli sumarbústaður austast á Stokkseyri)

21.   Ívarshús - Byggt 1901 af Ívari Sigurðssyni verslunarmanni. Sjá Sólbakki*

22.   Jaðar - Einn af Sjónarhólsbæjum. Byggður 1905 af Jóni Sigurðssyni frá Jaðri Ytrihrepp.

23.   Kalastaðir - Hjáleiga frá Stokkseyri fyrir 1681. Einnig nefnt Kaðlastaðir og Kaðalstaðir í öðrum heimildum. Hvortveggja nöfnin, eða öll þrjú  koma úr Keltnesku. Tvíbýlt var lengi á Kalastöðum, en nú stendur einn bærinn eftir, 19. aldar hús.

24.   Keldnakotshjáleiga - "Kuðungur" frá Keldnakoti fyrir 1769. Þar bjó Jón Jónsson yngri frá Grjótlæk. Hann var dæmdur 16 ára gamall til hýðingar fyrir að stela kind úr fjárhúsi Bjarna hreppstjóra Brynjólfssonar á Baugstöðum, en fékk síðar konunglega uppreisn æru. Árið 1769 var hann enn uppvís að sauðaþjófnaði og var dæmdur til ævilangrar refsivistar á Arnarhóli í Reykjavík.

25.   Kirkjuból - Byggt árið 1894 af Jóni Bjarnasyni söðlasmið frá Tungufelli.

26.   Kjartanshús - Byggt árið 1899 af Kjartani Guðmundssyni frá Björk í Flóa.

27.   Klöpp - Byggð árið 1891 af Oddi Sveinssyni og Kristínu Sigurðardóttur.

28.   Knarrarósviti - Reistur árið 1939 á svonefndum Baugstaðakampi. (Nálægt fornu-Baugstöðum) Vitinn er 25 m hár að meðtöldu ljóskeri. Vitavörður var lengst af Páll bóndi Guðmundsson á Baugstöðum.

29.   Kot - Stytting úr Kumbaravogskot*

30.   Kuðungur - sama og Kumbaravogskot* sama og Nýju-Gerðar*

31.   Kumbaravogskot - Folald eða kuðungur frá Kumbaravogi. Það var í byggðum á árunum 1830-1837 og bjuggu þar Salgerður Bjarnadóttir og Ásmundur Sveinsson.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06