09.05.2019 23:27
Húsanöfn á Stokkseyri fyrir 1950/ L-P
1. Lárubúð - Kennd við Láru
Sveinbjörnsdóttur.
2. Laufás -
Byggður 1920 af Karli Guðmundssyni frá Gamla-Hrauni, Jenssonar.
3. Litla-Árnatóft
- Sama og Nýlenda*
4. Litla-Ranakot
- Var folald eða kuðungur frá Ranakoti efra* Var í byggð 1851-1857 Jón Jónsson byggði kotið, en Sveinn blindi
Jónson bjó þar síðar.
5. Lokabær - Einsetumannakot eða þurrabúð í túninu í Hólum* (Líklega sama
og Hólahjáleiga*)
6. Lyngholt - Sumarbústaður fyrir austan Bræðratungu, byggður 1950-51 af
Guðbjörgu Árnadóttur forstöðukonu á Kumbaravogi.
7. Læknishús - Byggt 1898 af Eiríki Jónssyni trésmið frá Ási í Holtum. Hann
seldi það Guðmundi lækni Guðmundssyni (1898-1901). Seinna íbúðar og
verslunarhús Jóns kaupmanns jónssonar. Húsið brann 25. sept. 1929.
8. Merkigarður - Byggður árið 1902 af
Einari Sveinbjörnssyni bónda frá Leiðólfsstöðum.
9. Minni-Bræðraborg
- Sama og Bræðraborg II*
10. Móakot -
Byggt fyrir 1789. Bjó þá þar Brandur Manússon frá Eystri-Rauðhól.
1825-30 bjó þar Guðný jónsdóttir ekkja Jóns Brandssonar yngri frá Roðgúl* 1864
byggði Ólafur Jónsson frá Brattholtshjáleigu kotið að nýju. Það var enn í byggð
1953 og var því elsta þurrabúð á Stokkseyri í ábúð.
11. Móhúsahjáleiga - Sama og Útgarðar*
12. Norður-Hóll - Sama og Hólsbær*
13. Nýborg - Byggð árið 1890 af Sigurði
Jóhannssyni, síðar bónda á Gljúfri í Ölfusi.
14. Nýibær - Byggður árið 1886 af Gísla
Sigurðssyni fyrrum bónda á Syðra-Klekki*
Bærinn var uppnefndur "Hryggir" af Stokkseyringum. Bjuggu þar síðast Jón
Guðbrandsson og Guðný Gísladóttir.
15. Nýikastali - Byggður 1890 af Jóni Magnússyni, áður bónda á Efra-Seli.
16. Nýlenda - Þurrabúð í Traðarholtslandi, uppnefnd "Litla-Árnatóft" og
"Upphleypa" þegar kotið var hækkað upp sökum vatnságangs. Nýlenda var í byggð
fyrir 1888 en þá bjó þar Eiríkur Arnoddsson fyrrum bóndi í Ranakoti efra.
Nýlenda fór í eiði 1907 eftir Sigurð Jónsson er þá fluttist að
Eystri-Rauðarhól.
17. Ólafshús - Byggt 1895 af Ólafi
kaupmanni Árnasyni, var það bæði verslunar og íbúðarhús hans. 1907 Keypti Kf.
Ingólfur húsið og bjó helgi Jónsson verslunarstjóri þar. Þá var húsið kallað Helgahús*. Húsið stóð syðst í
Þingdalnum og sunnan við hann.
18. Ólafsvellir - (Stundum ritað Ólafsvöllur) Byggt árið 1899 af Ólafi
Sæmundssyni frá Húsagarði á Landi.
19. Pálmarshús - Byggt 1911-12 af Pálmari Pálssyni bónda á Stokkseyri. Þorkell
Guðjónsson rafveitustjóri bjó þar mörg ár.
20. Pálsbær - Byggt fyrir 1891. Húsið er kennt við Pál Gíslason Thorarensen
frá Ásgautsstöðum. Bærinn hét í eina tíð Tjörn* en það nafn festist síðar við
annan bæ. Í Pálsbæ bjó eitt sinn orðlagður ræðari, Guðmundur Snorrason frá
Eiði-Sandvík, Bjarnasonar í Eystra-Stokkseyrarseli. Þá fluttur til
Hafnafjarðar, tók hann þátt í kappróðri og réri vík á keppinauta sína. Komst þá
Guðmundur svo að orði "Svona var nú róið á Stokkseyrarsjónum".
21. Pálshús - Byggt árið 1881 af Páli Stefánssyni. Fór í eiði 1931 eftir
Jóhann Jónsson áður bónda á Grjótlæk.
22. Pungur -
Var uppnefni á Stokkseyrarselskoti*