09.05.2019 23:21

Húsanöfn á Stokkseyri, fyrir 1950/ S

1.       Sanda - Byggt löngu fyrir 1823 af Jóni Brandssyni yngri frá Roðgúl og Guðnýju Jónsdóttur er þar bjuggu þá. Sanda fór í eiði eftir 1825, en byggt upp aftur árið 1884 af Torfa Nikulássyni frá Eystra Stokkseyrarseli og kallaðist þá Torfabær, en nafninu var aftur breytt í Söndu árið 1888 svo sem heitir enn í dag.

2.       Sandfell - Byggt árið 1898 af Guðmundi Guðmundssyni fyrrum bónda á Efra-Seli.

3.       Sandgerði - Byggt árið 1893 af Gísla Guðnasyni frá Þverspyrnu í Ytrihrepp

4.       Sandprýði - Byggt árið 1898 af Þorkeli formanni Magnússyni frá Brandshúsum í Flóa. Hann drukknaði á Stokkseyri árið 1889.

5.       Sandvík - Byggð árið 1911 af Guðjóni Þorkellssyni frá Gamla-Hrauni. Fluttist til Reykjavíkur 1927.

6.       Sauðagerði - Byggt árið 1899 af Guðna Jónssyni frá Iðu. Fór í eiði 1934.

7.       Selkot - Sama og Stokkseyrarselkot*

8.       Setberg - Byggt 1920 af Guðmundi Ólafssyni úr Holtum.

9.       Sigurðarhús - Byggt árið 1899 af Eiríki Jónssyni trésmið frá Ási í Holtum.Jón Adólfsson kaupmaður og Sigurgeir Jónsson verslunarmaður bjuggu þar fyrst, en húsið er kennt við Sigurð Einarsson verslunarmanns.

10.   Símstöð - Sama og Skálafell*

11.   Sjóbúð I - Búðin var hjá Söndu* 1896 bjó þar Þuríður Einarsdóttir ekkja og sonur.

12.   Sjóbúð II - Bær sem stóð gegnt Kirkjubóli* og byggð upp af sjóbúð handa Guðmundi Jónssyni danska og Láru Sveinbjarnardóttur. Bærinn var stundum uppnefndur Lárubúð* Þar voru síðar fjárhús frá Sandgerði*

13.   Sjólyst - Byggð árið 1902 af þeim Þórði Björnssyni frá Móheiðahvolshjáleigu, en fluttist til Rvíkur 1927 eins og svo margir á þeim árum, og Sigurði Magnússyni, síðar í Dvergasteinum

14.   Sjónarhóll - Bæjarþorp sem reist var um og eftir aldamótin 1900. Fyrstu tvö húsin voru byggð árið 1897 af þeim Sigurði Bjarnasyni í Búð og Sigurði Magnússyni frá Háfshól í Holtum, en það þriðja af Halldóri Magnússyni árið 1899, en hann var bróðir Sigurðar. Síðar bættust þrjú hús við sem aðgreind voru með nöfnunum: Bakki* Eiríksbakki* og Jaðar*

15.   Skálafell - Byggt um 1943 af Axel Þórðarsyni símstjóra og fyrrum kennara. Einig nefnt Símstöð*

16.   Skálavík - Byggt um 1918 af systkynunum Magnúsi Gunnarssyni kaupmanni og Þuríði Gunnarsdóttur, ekkju Páls í Brattholti Þórðarsonar.

17.   Skipagerði - Byggt árið 1901 af Eyjólfi Bjarnasyni frá Símonarhúsum. Árið 1950 er byggt steinhús í Stokkseyrarhverfi með þessu nafni. Það lét Byggingafélag verkamanna byggja og fluttist Eyjólfur Bjarnason með fjölskyldu sinni í það.

18.   Slóra - Var einsetukot á Stokkseyrartúni. Saga þess er óþekkt, en síðar var þar byggt hús nefnt Bjarnahús*

19.   Smiðshús - Byggð 1898 af Guðjóni Björnssyni, síðar í Stardal.

20.   Sólbakki - Áður Ívarshús* en Karl Fr. Magnússon skýrði húsið upp 1915.

21.   Sólskáli - Sumarbústaður byggður fyrir 1930 af Hjálmtý Sigurðssyni.

22.   Sólvangur - Byggður árið 1941 af Ásgeir Hraundal

23.   Stardalur - Byggður árið 1888 af Guðmundi Bjarnasyni fyrrum bónda Vestri-Rauðarhól.

       Starkaðarhús - Hjáleiga frá Stokkseyri (Mynd)

SS  Stíghús - Byggt árið 1899 af Helga Halldórssyni, síðar bónda á Grjótalæk.

25.   Stjörnusteinar - Upphaflega skólastjórabústaður byggður um 1950 af ríkinu.

26.   Stokkseyrarselkot - Byggt af Sigurði Björnssyni, fyrrum bónda frá Efra-Seli. Var í byggð 1869-93 og 1897-1900, þurrabúð frá Vestara-Stokkseyrarseli, einig nefnt Selkot* eða uppnefnt Pungur*. Síðast bjó þar Bjarni Bjarnason, síðar bóndi í Indriðakoti undir Eyjafjöllum.

27.   Stokkseyri - nefndust einu nafni mörg hús sem risu smám saman hið næsta Stokkseyrarbæjunum gömlu, 15-20 að tölu sem fengu sérstök nöfn, en flest hafa horfið úr sögunni. Síðasta húsið sem kallað var Stokkseyri var verslunar og íbúðarhús Ásgeirs kaupmanns Eiríkssonar er stóð á sama stað og gamli Stokkseyrarbærinn eystri. Þetta hús brann í Stokkseyrarbrunanum mikla 1926, en Ásgeir byggði þar nýtt hús eftir brunann.

28.   Strönd - Byggt árið 1896 af þeim svilum Sigurði Hannessyni frá Hjalla og Guðna Árnasyni Söðlasmið.

29.   Stærri-Bræðraborg - Sama og Bræðraborg I*

30.   Sunnuhvoll - Byggður um 1912 af Sigurði Ingimundarsyni kaupmanni. Guðmundur trésmiður Sigurjónsson frá Gamla-Hrauni og ekkja hans Guðríður Jónsdóttir frá Túnprýði Hinrikssonar bjuggu þar lengi.

31.   Sunnutún - Byggt um 1948 af Þórði Guðnasyni frá Keldnaholti.

32.   Sæból - Byggt árið 1901 af Þorsteini Ásbjörnssyni trésmið frá Andrésfjósum á Skeiðum.

33.   Sæborg - Byggð árið 1904 af Ingimundi Guðmundssyni trésmið og bjó hann þar sína tíð. Húsið var rifið skömmu eftir 1936

34.   Sæhvoll - Byggður árið 1935 af Páli Guðjónssyni bílstjóra.

35.   Sætún - Byggt um 1945 af Guðmundi Valdimarssyni frá Norðurgarði á Skeiðum upp úr elsta Beinteigsbænum. [Var lítið eitt færður úr stað]

St

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00