19.11.2017 22:31

Sú var tíðin, 1957

Frá EyrarbakkaNý verksmiðja tók til starfa á Eyrarbakka. Stofnað var til Plastiðjunar HF. af Korkiðjunni í Rvík, til að framleiða einangrunarefni úr plasti og lagði Eyrarbakkahreppur til húsnæði fyrir starfsemina. [Miklagarð, en þá var byggð önnur hæð ofan á húsið. Vigfús Jónsson oddviti beitt sér fyrir þessu verkefni til að örva atvinnulíf þorpsins, sem átti í harðri samkeppni við Selfoss og Þorlákshöfn um fólk á þessum árum.] Framleiðsluaðferðin er þýsk og var Plastiðjan sögð önnur verksmiðjan í Evrópu til að hefja þessa framleiðslu. [Áþekk plastverksmiðja "Reyplast HF" var þá kominn á fót í Reykjavík og framleiddi einangrunarplast undir vöruheitinu "Reyplast"] Forstöðu veitti Óskar Sveinbjörnsson forstjóri Korkiðjunnar og störfuðu frá 6 - 15 manns hjá fyrirtækinu. (Kosturinn við plastið var að það myglaði ekki og engar óværur lifðu í því, en ókosturinn að það er mjög eldfimt.) Þá var hafist handa við að stækka bátabryggjuna (höfnina) og gert bátalægi fyrir 3 báta. Gagngerar endurbætur voru gerðar á Fangelsinu á Litla-Hrauni en þar unnu fangar aðalega við vikursteypu og landbúnað. 27 fangar voru hýstir á Vinnuhælinu. Forstjóri var Helgi Vigfússon.

 

Útgerð: Vertíðarbátar gerðir út frá Eyrarbakka voru 2 [af 5 bátum var einn seldur og einn óklár, því voru það aðeins Helgi ÁR-10 bátur Sverris Bjarnfinnssonar og Jóhann Þorkelsson ÁR-24 bátur Bjarna Jóa] en einn að auki var gerður út frá Þorlákshöfn en þaðan voru gerðir út 7 bátar. Frá Stokkseyri voru gerðir út 3 bátar. Þann 3. apríl náðu bátar frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn ekki höfn vegna brims og héldu sjó. Bátarnir komust inn daginn eftir til Þorlákshafnar og var aflanum ekið heim. Fjórir bátar gerðu út á humarveiðar frá Eyrarbakka sem gengu vel í byrjun og höfðu 30 manns atvinnu við frystingu aflanns. Vertíðin varð hinsvegar endaslepp, þar sem humarinn hvarf af veiðislóðunum. Einn trillubátur stundaði haustvertíð þegar gaf á sjó, en annars voru menn að dytta að bátum sínum fyrir næstu vertíð.

 

 

Húsakostur á Eyrarbakka 1950 var 121 íbúðarhús:  Steinhús=31 Timburhús=83 Torfbær=? Mix stein og timbur=4 Mix stein og torf=? Mix timbur og torf=? Óupplýst notkun húss=3 Braggar=? Aðrar byggingar, skemmur og skúrar 43. Samtals 164 byggingar og þar af 3 til verslunar og 2 til opinberar notkunar jafnframt, og 3 til iðnaðar. Húsnæði sem var 50 ára eða eldra voru 38 talsins. 136 íbúðir voru í þessum byggingum. Af þeim höfðu 70 miðlæga kolakyndingu og 20 olíukyndingu og 7 íbúðir með rafmagnskyndingu. 103 hús höfðu rennandi vatn. 83 íbúðir voru kominn með vatns salerni en 53 íbúðir voru án þesskonar þæginda. 23 íbúðir höfðu sérstakt baðherbergi. 122 íbúðir voru tengdar við fráveitu (skolp) og jafnmargar íbúðir höfðu sér eldhús. [9-11 hús voru í smíðum eða nýlokið við árið 1957]

 

Búfénaður 1957: Sauðfé um 1.100. Nautgripir um 200 og 150 hross.

 

Vélbátar 1957: 5 bátar frá 23-31 tn. einn gerður út frá Þorlákshöfn, einn seldur á árinu, einn var óklár á vertíð, þannig að hana stunduðu aðeins tveir bátar.

 

Afmæli:

[Elstur íbúi Eyrarbakka 1957: Jón Ásgrímsson homopati 94 ára.]

90. Guðrún Gísladóttir frá Gamla-Hrauni.[Maður hennar var Ólafur Árnason sjómaður og voru þau foreldrar Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara og fleyri efnilegra afkomenda. Guðrún er ættuð frá Stokkseyrarseli.]  Katrín Þorfinnsdóttir Grímsstöðum.

80. Guðlaugur Guðmundsson Mundakoti. Magnús Árnason Skúmstöðum. Jakopína Jakopsdóttir kennari. [Hálfdánarsonar frá Grímsstöðum í Mývatnssveit. Bjó hjá systur sinni Aðalbjörgu og Gísla lækni Péturssyni í Læknishúsi frá 1917 til 1931og flutti þá til Rvíkur. Jakopína var kennari við Barnaskóla Eyrarbakka frá 1919-1931] Jón Helgason prentari, þá búsettur í Rvík. [Jón var prentari á Eyrarbakka í fyrstu prentsmiðju Suðurlands. Hann gaf út Heimilisblaðið 1912 og Ljósberann 1921] Þorgerður Guðmundsdóttir Sölkutóft.

70. Einar Jónsson í Túni [ Bjó á Eyrarbakka í 22 ár, járnsmiður og bifreiðastjóri. Ættaður frá Egilstaðakoti í Flóa. Fluttist til Reykjavíkur.] Jón Jakopsson Einarshöfn.

60. Ásmundur Eiríksson Háeyri. Einar Kristinn Jónasson Garðhúsum.  Guðjón Guðmundsson vörubifreiðastjóri á Kaldbak. [Foreldrar hans voru Ingveldur Sveinsdóttir og Guðmundur Jónsson í Vorhúsum. Kona Guðjóns var Þuríður Helgadóttir. Fyrir bílaöldina var Guðjón vagnstjóri milli Eyrarbakka og Reykjavíkur] Ingvar Júlíus Halldórsson Hliði. Jenný D Jensdóttir Þorvaldseyri. Úlfhildur Hannesdóttir Smiðshúsum. Þórdís Gunnarsdóttir Einarshöfn.

50. Aðalheiður Gestsdóttir Björgvin. Friðsemd (Fríða) Böðvarsdóttir Sætúni. Geirlaug Þorbjarnardóttir Akbraut.  Gunnar Jónasson í Stálhúsgögn Rvík. [Jónasar Einarssonar og Guðleifar Gunnarsdóttur í Garðhúsum. Gunnar og Björn Ólsen smíðuðu flugvélina TF-Ögn sem hangið hefur uppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli]

 

Hjónaefni: Davið Friðriksson Sigurðssonar frá Gamla-Hrauni og Gíslína Guðmundsdóttir frá Akranesi. Búsett í Þorlákshöfn.

 

Andlát:

Elín Gísladóttir [Skósmiðs Gislasonar og Valgerðar Grímsdóttur frá Óseyrarnesi. bjó í Rvík.]

Hildur Jónsdóttir í Garðbæ. (f 1866.) [Hún var til heimilis hjá þeim Óla og Tótu Gests í Garðbæ]

Ingibjörg Gunnarsdóttir frá Einarshöfn. (f. 1894) [hennar maður var Pétur Olsen]

Jóhanna Jónsdóttir frá Litlu-Háeyri. [f.1879 Brynjólfur Jónsson, fræðimaður frá Minna-Núpi, var föðurbróðir Jóhönnu. Jóhanna giftist árið 1901 Guðjóni Jónssyni á Litlu-Háeyri d. 1945. Hún hafði komið til Eyrarbakka og ráðist sem vertíðarkona hjá honum og Þórdísi móður hans, sem þá var orðin ekkja. Guðjón var bóndi á Litlu-Háeyri og sjósóknari mikill. Börn þeirra voru Sigurður skipstjóri, Halldóra, Margrét, Jón bóndi, Þórdís, Helga, Brynjólfur sjómaður d. 1946. og Sigríður.]

Ragnheiður Blöndal. [Ragnheiður var gift Guðmundi Guðmundssyni kaupfélagsjóra Heklu á Eyrarbakka Guðmundar bóksala. Bjuggu á Eyrarbakka frá 1910-1927, fyrst í Skjaldbreið og síðar í Húsinu. Bróðir hennar Ásgeir Blöndal var læknir hér á Bakkanum.]

Sigmundur Stefánsson trésmiður á Hofi. (f. 1891 )[Kona hans var Guðbjörg Jóhannsdóttir]

Sylvía N Guðmundsdóttir frá Stóru-Háeyri. [ Guðmundar Ísleifssonar og Sigríður Þorleifsdóttir Kolbeinssonar hins ríka Jónssonar í Ranakoti Stk. Maður hennar var Ólafur Pálsson læknir í Vestmannaeyjum.]

Thoreteinn Oliver, fæddur á Eyrarbakka 1868 búsettur í Winnipeg frá 1909. [Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson síðar kaupm. í Keflavík og Sigríður Þorgilsdóttir frá Eyrarbakka.]

 

Sandkorn:

  • Eyrbekkingar eignast sinn fyrsta slökkvibíl.
  • Kennari við skólann á Eyrarbakka átti lítinn bát, sem hann ýtti á flot, er hann frétti að þorskganga væri alveg upp við fjöru. Tók hann með sér tvo unglinga og voru þeír á sjó í 15 míhútur og drógu 36 fiska.
  • Þrír Færeyskir sjómenn voru m.a. á þeim Bakkabátum sem gerðir voru út á vetrarvertíð,
  • Hið víðfræga aprílgabb um fljótaskipið "Vanadís" sem gera átti út frá Selfossi.
  • Sagt var að margir Eyrbekkingar hefðu "frönsk augu" og átt við kynblöndun við franska skútukalla austur með suðurströndinni.
  • Gísli Gíslason var verkstjóri í frystihúsinu.
  • Haukur Guðlaugsson Pálssonar stundaði orgelnám hjá Gunther Förstemann í Hamborg.
  • Óskar Magnússon settur kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka.
  • Vigfús Jónsson oddviti fór í evrópureisu.
  • Uppþot varð á Litla-Hrauni eftir fangastrok.
  • Guðni Jónsson frá Gamla-Hrauni verður prófessor í sögu við HÍ.

 

 

Heimild: Alþýðubl. Hagskýrsla um húsnæðismál, Tímarit Þjóðræknifélags Íslendinga, Tíminn, Veðráttan,Vísir, Þjóðviljinn, Gardur.is, Mbl.is greinasafn.

Flettingar í dag: 2108
Gestir í dag: 189
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266435
Samtals gestir: 34326
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 10:49:47