18.04.2017 23:09
Sú var tíðin, 1955
Fátt dró til tíðinda á Bakkanum á því herrans ári 1955, nema það sem sneri að aflabrögðum og sjósókn. Velmegun hefur sennilega sjaldan eða aldrei fyrr verið meiri hjá verkamannastéttinni í þessu þorpi en á þessum árum. Þá var farið að byggja allmörg ný og stór hús og bifreiðar að verða almennings eign. Vinnan lék aðalhlutverkið í þorpslífinu við fuglasöng og mávagarg. En á meðan brimið drundi í brælu og sudda lág flotinn í landi og þorpsbúar þömbuðu kaffi hver hjá öðrum og sögðu vel útilátnar sröksögur um nágungann, en slíkt var alsiða í þessum sjávarþorpum, þegar ekkert var að frétta.
Útgerð og fiskvinnsla: Gerðir voru út 5 bátar frá Eyrarbakka vertíðina 1955 en Faxi frá Eyrarbakka var gerður út frá Þorlákshöfn. Erfiðlega horfði um mönnun þessara báta og var fenginn hingað hópur færeyinga til að unt yrði að manna alla báta á Eyrarbakka og Stokkseyri. Komu 5 færeyingar til Eyrarbakka og 4 á Stokkseyri fyrsta kastið. Var það nokkuð færra fólk en búist var við, því útvegsmenn á Bakkanum höfðu gert ráð fyrir að fá 13 færeyinga hingað. Vertíðin fór því hægt af stað vegna mannaflaskorts og einig tafði beytuskortur róðra fyrstu daganna og brim hamlaði oft. Jóhann Þorkellsson, Sjöfn og Ægir skiptust á að vera í forustusæti yfir aflahæstu bátana og réðust úrslit ekki fyrr en undir lokin.
Aflahæstur á vertíðinni var ÆGIR
(Jón Valgeir Ólafsson). Næst kom SJÖFN /Ólafur Guðmundsson) þá JÓHANN
ÞORKELSSON (Bjarni Jóhansson) GULLFOSS (Sveinn Árnason) og að síðustu PIPP
(Sigurbjörn Ævar). ["Friðrik Sigurðsson"
frá Þorlákshöfn, nýkeyptur bátur frá danmörku, lagði upp á Eyrarbakka og
Stokkseyri af og til.] Síðan tók humarvertíð við hjá þeim öllum, en um
sumarið lagðist í
Afmæli:
92. Jón Ásgrímsson í Björgvin.
89. Gunnar Halldórsson á Strönd. Hildur Jónsdóttir í Garðbæ.
85. Anna Þórðardóttir á Borg.
80. Ólafur Jónsson á Búðarstíg. Þuríður Magnúsdóttir í Mundakoti.
70 Guðmundur Magnússon í Nýjabæ. Guðríður Guðjónsdóttir í Nýhöfn. Ingibjörg Jakopsdóttir í Einarshöfn. Ingileif Eyjólfsdóttir í Steinskoti.Kristján Guðmundsson, fyrrum formaður Vlf. Bárunnar. Sigursteinn Steinþórsson í Sandvík. Steinun Sveinsdóttir í Nýjabæ. Þorbjörn Guðmundsson á Blómsturvöllum.
60 Árni Sigurðsson í Túni. Bjarni Loftsson í Kirkjubæ. Ingvar Ingvarsson Gamla-Hrauni. Margrét Oddný Eyjólfsdóttir í Stíghúsi. Ragnheiður Sigurðardóttir Steinskoti. Sigríður Loftsdóttir í Ásgarði.
50 Helga Jónsdóttir í Frambæjarhúsi. Ágústa Guðrún Magnúsdóttir Einarshöfn. Guðbjörg Jóna Þorgrímsdóttir á Hópi. Guðlín Katrín Guðjónsdóttir á Háeyri. Ingibjörg Jónasdóttir Sjónarhóli. Þórður Ársælsson á Borg.
Andlát: Aldís Guðmundsdóttir í Traðarhúsum (88). María Gunnarsdóttir frá Einarshöfn (88). Sigurlaug Erlendsdóttir frá Litlu-Háeyri (83). Jón Gíslason í Ísaksbæ (77). Kristinn Gíslason frá Einarshöfn (77). Ágúst Jónsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð (58)[Gústi Greiskinn, mjólkurpóstur á Litla-Hrauni] Ólöf Gróa Ebenezardóttir, frá Einarshúsi (62) en hún bjó í Rvík. Þorvaldur Jónsson frá Gamla-Hrauni (61). kona hans var Málfríður Sigurðardóttir. Þorgrímur Albert Einarsson í Ásheimum (49) bifreiðastjóri. Gísli Guðmundsson frá Steinskoti. (26) sjómaður. [Sonur Guðmundar Jónssonar og Ragnheiðar Sigurðardóttur þar. Hann féll fyrir egin hendi.] Ólafur Sigurðsson, bjó þá í Rvík. Lúðvík Norðdal, er lengi var héraðslæknir á Eyrarbakka. Margrét Guðmundsdóttir, en hún bjó í Rvík. Kristín Jóhannsdóttir frá Eyvakoti, bjó að Læk í Ölfusi. Eygló Sigurðardóttir Fjölni (0 ára)
- Nokkur hópur færeyinga var fenginn til að munstrast á fiskibátana á Bakkanum.
- Þeir höfðu gaman af stangveiðum Guðmundur Daníelsson rithöfundur, Lárus Andersen bakari og Ólafur Helgason kaupmaður.
- Lokið var við að fullgera slippin, en dráttarbrautin hafði verið keypt hingað notuð frá Reykjavíkurhöfn. Dráttarbrautin saman stóð af rafknúnu togaraspili, sporbraut og 50 hjóla vagni. Annar búnaður var byggður upp á staðnum. Um framkvæmdina sá Sigurður Guðjónsson á Litlu Háeyri. 12 bátar voru teknir upp þetta ár.
- Mörg ný hús voru byggð á Eyrarbakka á þessum árum.
- Leikfélag Eyrarbakka sýndi hið vinsæla leikrit Lofts Guðmundssonar Seðlaskipti og ást.
- Ásmundur Guðmundsson biskup kom hér við á Bakkanum, en hann ferðaðist með báti hingað úr Vestmannaeyjum þar sem hann var við Visitasíu.
- UMFE vann að gróðursetningu á reit sínum sem er nú nefndur Hraunprýði. Söfnuðu örnefnum sem enn höfðu varðveist í munmælum. Héldu námskeið í handbolta og leikfimi og þjóðdönsum.
- Guðni Jónsson frá Einarshöfn hlaut doktorsnafnbót sína.
- Snorri Jónsson, læknir, Reykjavík, var ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Eyrarbakkahéraði, sem þá var Bragi Ólafsson.
- Upp komst um tvo bruggara og voru þeir handteknir. Þótti það tíðindi að annar bruggarinn væri kona.
- Kaupfélag Árnesinga varð 25 ára. [ 1930 Keypti KÁ Verslunarhúsin á
Eyrarbakka, steyptu löndunarbryggjuna og létu smíða tvo uppskipunarbáta- (gengu
síðar undir nafninu "Grútarnir")]
Heimild:
Alþýðubl. Fylkir, Morgunbl. Tíminn, Vísir, Þjóðviljinn, Ægir.
Flokkur: Fréttir að fornu