30.04.2016 21:12
Þuríðarstígur
Stígurinn milli Eyrarbakka og
Stokkseyrar er nú svo til fullgerður, en aðeins á eftir að malbika yfirborðið.
Það hefur verið efst á óskalista margra Eyrbekkinga og Stokkseyringa um árabil að
gerður yrði göngustígur milli þorpanna og er sá draumur nú að rætast. Fyrsta
skóflustungan af þessum 4 km. langa stíg var tekin föstudaginn 7. september
2012 og var heildarkosnaður með malbiki áætlaður um 75 milj. kr. Borgarverk sá
um gerð stígsins og eru íbúar þorpsins þegar farnir að nýta hann til útiveru,
en stígurinn liggur m.a. um hinar fornu byggðir Hraunshverfis, er þaðan hin
viðfræga sjókona Þuríður formaður bjó og fleyri sögulegar persónur. Þetta er líka hin forna leið til kirkju er Eyrbekkingar áttu kirkjusókn til Stokkseyrar og nokkurn vegin sú leið er austanmenn sóttu til Eyrarbakkaverslunar. Er
Eyrbekkingum og Stokkseyringum óskað hér til hamingju með stíg þennann og
sveitarfélaginu Árborg þökkuð framkvæmdin.