30.04.2016 20:49

Hallskots-skógur

Í Hallskoti er fallegur trjálundur sem Skógræktarfélag Eyrarbakka hefur tekið í fóstur og áformar þar allmikið ræktunarstarf á næstu árum og er undirbúningur þess þegar hafinn. Þarna er upplagður staður fyrir unga sem aldna til að næra andann og njóta kyrrðarinnar. Hallskot er syðstur þeirra bæja er eitt sinn stóðu í Flóagaflshverfi og dregur líklega nafn sitt af Halli þeim er þar fyrstur byggði og sést þar enn móta fyrir bæjarstæðinu. Þar var brunnur góður sem aldrei þraut og nutu nágranar jafnan góðs af. Jón Sigurðsson í Steinsbæ og síðari kona hans Ingunn Óskarsdóttir hófu umfangsmikla trjárækt í Hallskoti fyrir allmörgum árum og mun það upphafið að þessum skógarlundi í Hallskoti. Ýmsir hafa styrkt skógræktarfélag Eyrarbakka til góðra verka og stendur til að koma upp salernisaðstöðu svo fólk geti dvalið í skóginum og notið umhverfisins daglangt.
Flettingar í dag: 4089
Gestir í dag: 250
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447591
Samtals gestir: 46225
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 18:24:13