30.04.2016 20:45

Hraunprýði


"Hraunprýði" heitir þessi staður, oft nefnt "Kría" eftir listaverkinu sem þar er. Land þetta gaf Guðrún Jóhannsdóttir frá Mundakoti til skógræktar. Ungmennafélag Eyrarbakka hafði svo forgöngu um að girða það, og planta þar fyrstu trjáplöntunum 24. maí 1952 segir á vef Eyrarbakki.is. Nú eru 64 ár síðan og trén orðin allhá. Fallegur, en viðkvæmur mosi prýðir hraunhrjúft landið. þó er varasamt að fara um því víða leynast gjótur. "Krían" er því miður farinn að tapa fjöðrunum og mættu eigendur verksins sýna því og minningu Eyrbekkinganna Ragnars Jónssonar frá Mundakoti (Ragnars í Smára er gaf íslenskri alþýðu listasafn sitt) og listamannsins Sigurjóni Ólafssyni viðeigandi sóma og láta fara fram viðgerð.
Flettingar í dag: 2163
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266490
Samtals gestir: 34328
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 11:10:52