30.04.2016 20:18

Friðrik Sigurðsson ÁR 7

Friðrik Sigurðsson ÁR 7 í Þorlákshöfn ( síðar Ólafur GK 33). Friðrik Sigurðsson (1876-1953) útvegsbóndi sem þessi bátur og aðrir þeir sem á eftir komu er kenndur við, var frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Friðrik gerði út fiskibát frá Stokkseyri.  Þessi dansksmíðaði 36 tn bátur á myndinni kom til þorlákshafnar  1955, en þar höfðu afkomendur Friðriks ásamt Sandvíkurmönnum stofnað útgerðarfyrirtækið Hafnarnes í Þorlákshöfn. Guðmundur Friðriksson í Þorlákshöfn var skipstjóri á þessum bát. Kona hans var Magnea  Þórarinsdóttir, frá Stígprýði Eyrarbakka. Friðrik Sigurðsson átti bátinn Svanur ÁR 171 sem var 8 tn og smíðaður á Eyrarbakka. Áður átti hann Sæfara ÁR 6  sem var 6tn og smíðaði Bjarni Þorkelsson báða bátanna. Kona Friðriks var Sesselja Sólveig Ásmundsdóttir, en hún lést af slysförum.

Grein eftir Friðrik Sigurðsson http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3278696

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07