22.06.2014 11:49

Jónsmessuhátíðin 2014

15. Jónsmessuhátíðin var haldin á Eyrarbakka um helgina og margt um manninn á förnum vegi. Hér er brúðubíllinn kominn til að skemta yngstu kynslóðinni.

Bakkamenn sóttir heim á pallinn. Viðburðir ýmiskonar voru víða um þorpið. Hér spilar Valgeir stuðmaður yfir borðum hjá Vígfúsi, jarli af Gónhól sem bauð gestum og gangandi upp á fískisúpu.

Framkvæmdir hafa staðið yfir á lóð Gamla-bakarísins um hríð og var þessi glæsilega lóð almenningi til sýnis.

Söfnin voru opin og makverðir hlutir gamla tímans til sýnis, eins og t.d. hér í Beituskúrnum. Það var sagt að þegar beitustrákarnir komu af dansleik var farið beint í beituvinnuna svo sjómennirnir kæmust til sjós í bítið. Þá var oft lítið sofið.

Á Garðstúninu var farið í "Kíló". Austurbekkingar á móti Vesturbekkingum. Sagt var að leikar hafi endað með jafntefli.

Múgur og margmenni var mætt í fjöruna að kveldi dags undir ræðuhöldum og stuðtónlist.

Í lokinn var kveikt í bálkestinum, en fólk hélt áfram að skemta sér í góða veðrinu fram eftir nóttu,  hvort heldur í "Frystihúsinu" eða Rauðahúsinu.
Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06