16.09.2013 23:43
Umsáturs ástand

Það má heita að Vesturbakkinn sé undir hernámi þessa daganna. Þó ekki eginlegum her, heldur afturgöngum úr síðari heimstyrjöld sem hafa tekið sér hér bólfestu og berjast nú á banaspjótum við ýmsa uppvakninga. Hin borgaralega lögregla reynir að stemma stigu við þessum óvættum, en fær litlu áorkað, því draugarnir hafa tekið skriðdreka frá sjóminjasafninu trausta taki og valta hér yfir lögguna. Þá er vonandi að þessi draugagangur verði ekki til þess að vekja upp Móra og aðra illvíga drauga. Íbúar götunnar eiga stundum erfitt með að komast leiðar sinnar sökum reimleikanna en njóta þess í stað einhverrar skemtunar af þessu óvenjulega draugastríði.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28