01.04.2013 20:37

Að áliðnum vetri

Það er sem vorið liggi í loftinu, enda eru farfuglarnir farnir að streyma til okkar. Álftir og gæsir eru löngu komnar. Tjaldurinn kom fyrir skemstu, sannkallaður vorfugl og vera má að einhver hafi heyrt í lóu. Ferðamannatíminn er handan við hornið og brátt mun gamli Bakkinn iða af lífi og fjöri, eins og í þá gömlu góðu daga, þegar Eyrarbakki var upp á sitt besta. Veturinn hefur farið mildum höndum um okkur hér á Bakkanum, og varla hægt að segja að nokkur vetur hafi orðið, stórviðri engin, né frosthörkur og nánast ekkert snjóað. Svona mildir vetur koma hér af og til, stundum tveir eða þrír hver á eftir öðrum. Myndin er tekin á síðasta degi marsmánaðar og sólin rís upp á austurloftið.
Flettingar í dag: 2069
Gestir í dag: 258
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262359
Samtals gestir: 33885
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 22:03:21