15.12.2012 18:06

Ný götulýsing

Götuljós
Hún er björt og falleg nýja götulýsingin sem sett var upp síðastliðið sumar ásamt lágri og breiðri gangstéttinni sem lögð var á sama tíma. Það mun hafa verið fyrir góðum mannsaldri síðan, eða á árinu 1920 sem fyrsta rafljósið var tekið í notkun á Bakkanum. Áætlanir um framkvæmdir Sveitarfélagsins Árborgar hér á Eyrarbakka hafa verið unnar í góðu samstarfi við Hverfisráð Eyrarbakka, en formaður þess Þór Hagalín er nú nýlega fallinn frá. Ráðgert er að halda áfram endurnýjun gangstétta og götulýsingar fram til ársins 2017.
Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28