26.09.2012 22:54

Veðrið 1881-1910

Samfeldar veðurathuganir voru gerðar á vegum dönsku veðurstofunnar á Eyrarbakka frá 1. jan. 1881 til 31. des. 1910. Peter Nielsen var þá veðurathugunarmaður fyrir dönsku veðurstofuna.  Á þessu tímabili  var meðalúrkoma á Eyrarbakka 1094 mm á ári. Mesta úrkoma var árið 1884 (1384 m.m.); minst árið 1891 (777 m.m.). Flestir úrkomudagar voru árið 1884, (212),fæstir árið 1892 (139). Árið 1900 var nákvæmlega meðalár (177 dagar), hið eina í þessi 30 ár. Árs meðalhiti á Eyrarbakka var 3,6 °C og meðal lágmark + 0,5 stig. Mestur hiti, sem mældist á þessu tímabili, var 22,6°C 17. júlí 1891. Mesta frost var -24,8 stig  28. mars 1892. Peter skilgreindi vindaflið á eftirfarandi hátt frá kvarðanum 0-6: 0= Logn, kaldi: 0-3 m/s 1=andvari samsv: 4-5 m/s, 2=gola: 6-10 m/s ,3=stinnur: 11-15 m/s, 4=harður: 16-20 m/s, 5=stormur: 21-30 m/s, 5=ofviðri yfir: meira en 30 m/s. Að meðaltali var hægviðri í 84 daga á ári eða 0 kvarðinn. Kvarðinn 5 eða ofviðri varði í 8 skipti, einn dag hvert í þessi 30 ár. Að jafnaði blæs hér á ári: 38 daga úr norðri; 73 daga úr landnorðri; 15 daga úr austri; 61 dag úr landsuðri; 25 daga úr suðri; 42 daga úr útsuðri; 13 daga úr vestri, og 14 daga úr útnorðri.

Heimild P. Nielsen/Þjóðólfur 1917.

Veðustofa Íslands setti upp veðurathugunarstöð á Eyrarbakka árið 1923 og var fyrsti veðurathugunarmaðurinn Gísli Pétursson læknir, en  hann andaðist 19. júní árið 1939  og tók Pétur sonur hans þá við og starfaði til ársins 1980. Sigurður Andersen, póst- og símstöðvarstjóri, annaðist mælingar til ársins 2001. Emil Frímannsson tók svo við og hefur hann verið veðurathugunarmaður á Eyrarbakka síðan. Sjálfvirk veðurathugunarstöð var sett upp í nóvember 2005 og hefur hún mælt ýmsa þætti veðurs síðan. Á seinni stríðsárunum dvöldu tveir bretar í Húsinu á Eyrarbakka og gerðu veðurathuganir fyrir breska flugherinn sem hafði aðsetur í Kaldaðarnesi. Nýtt hitamælaskýli var reist á Eyrarbakka i júlí 1961, og um leið var þar settur úrkomumælir með vindhlíf og eru þessi tæki enn í notkun.

Veðurklúbburinn Andvari/Heimildir: eyrarbakki.is, þjóðólfur 1917, Veðráttan 1939, 1961.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06