18.09.2012 23:35

Búnaður Árnesinga 1858

Í skýrslu um búnaðarástand á Íslandi 1858 til 1859 kemur fram að Árnessýsla var byggð 766 jörðum. Af skepnum voru: Kýr og geldkvígur 2.673 Griðungar og geldneyti, eldri en veturgamalt 492. Veturgamall nautpeningur 972. Ær með Iömbum 6.274. Geldar ær 644. Sauðir og hrútar eldri en veturgamlir 306. Gemlingar 4.140. Geitfé var ekkert. Hestar og hryssur 4ra vetra og eldri voru 3.496. Tryppi veturgömul til 3ja vetra 1.523. Þiljuskip voru engin en skipakostur sýslunar að öðru leiti þannig: Tólf, tíu og áttæringar voru 41. Sex og fjögramanna för 24. Minni bátar og byttur 71. Kálgarðar voru 1.088 eða samtals 75.039 ferfaðmar. Áveituskurðir voru samtals 1.110 faðmar að lengd. þúfnasléttur 10.349 ferfaðmar. Hlaðnir túngarðar 1.676 faðmar. Færikvíar 125. Nýtanlegt mótak 54.  Af skýrsluni má sjá að Árnesingar áttu landsins flest hross og kýr, en Þingeyjarsýsla landsins flestar ær og geitur. Eyfirðingar og Ísfirðingar flest þiljuskipin. Gullbringu og Kjósamenn ríkastir róðraskipa og Rángárvallarsýsla bjó að mestu kálgörðum landsins.

 

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00