22.07.2012 22:50

Brim

Það brimaði talsvert á Bakkanum í dag eftir storminn sem slóst með suðurströndinni í gær. Það var strekkingur á Bakkanum og nokkrar rokur af og til, en ekkert aftakaveður. Talsvert hefur ringt í dag eftir einn lengsta þurkakafla sem komið hefur á þessum slóðum, en vart hefur komið dropi úr lofti í allt sumar og jörð því orðin skraufa þurr. Einhver dýpsta sumarlægð sem komið hefur hér við land er um þessar mundir að færast yfir landið, en hún mælist nú 973.8 hPa hér á Bakkanum.
Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00