13.05.2012 23:00
Krían kominn

Þá er hún kominn, blessuð Bakkakrían, en það sást til kríuhópa um miðjan dag í gær 12.maí. Heldur fær hún óblíðar móttökur hjá veðurguðunum í norðan rokinu sem brast á í dag, en vindhviður allt að 26 m/s hafa mælst hér við ströndina. Það er svo spurning hvort krían finnur síli á næstu dögum og vikum, en ef ekki, þá er hætt við að hún ungi ekki út frekar en hin fyrri ár og kveðji okkur snemma þetta sumarið. Í fyrra kom krían 16. maí og það gerði hún líka 2006 en vorið 2010 og 2009 kom hún á sama tíma og nú eða 12.maí og 2008 þann 10. og 2007 þann 15.
Kríukoman er ávalt fagnaðarefni á Bakkanum enda telst þá sumar komið hér við ströndina.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33