28.04.2012 23:54

Átta menn drukna

Brimið á BakkanumSnemma dags 5. april 1927 fóru allir bátar á Eyrarbakka að vitja um net sín. En vegna roks og brims gátu þeir ekki vitjað um nema sumt af netunum, og lögðu því snemma til lands aftur. Klukkan að ganga tvö e.h. sama dag voru allir bátar komnir, að undanteknum þremur. Einn þeirra var "Framtiðin"*.

Kom hún um kl. 13:30 upp að brimgarðinum og lagði strax inn á sundið. En það var allt einn hvítfyssandi brotsjór, bæði af hafsjó og stormöldu. Og er báturinn var kominn nokkuð inn á sundið skall yfir hann svo hár og mikill brotsjór, að hann bar ekki undan, og sást báturinn ekki framar - sökk á svipstundu. Á bátnum voru 8 menn. Nöfn þeirra voru : Guðfinnur Þórarinsson, formaður, kvongaður, tveggja barna faðir. Páll Guðmundsson, Leifseyri, kvongaður, margra barna faðir. Víglundur Jónsson, Björgum, giftur, átti eitt barn [* 2 börn]. Sigurður Þórarinsson, Vegamótum, ógiftur. Kristinn Sigurðsson, Túni, ungur maður ógiftur, 20 ára. Jónas Einarsson, Garðhúsum, aldraður maður, átti uppkomin börn. Gísli Björnsson, Litlu-Háeyri, ógiftur. Ingimar Jónsson, Sandvik, var hjá foreldrum sínum. Allir þesir menn voru af Eyrarbakka.

*Guðfinnur hafði þá nýlega keypt bátinn af Kristni Vigfússyni er þá hét "Framtíðin" en Guðfinnur breytti nafninu í "Sæfara", en svo hét einnig fyrri bátur Guðfinns.

* sjá athugasemd hér að neðan.


Nánar um þennan atburð má lesa hér>: http://brim.123.is/page/1205/ 

Heimild: Ægir 1927.

Flettingar í dag: 2108
Gestir í dag: 189
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266435
Samtals gestir: 34326
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 10:49:47