05.02.2012 16:49

Himbrimi á Eyrarbakka

Himbrimi í vetrarklæðum

Himbriminn á myndinni er í vetrarbúningi og sást á Eyrarbakka í dag. Hann er náskildur lóminum en stofn himbrima er ekki stór, aðeins fáein hundruð pör og því afar sjaldséður fugl í Evrópu. Því hefur það oft verið æðsta ósk erlendra fuglaskoðara að fá hann augum litið. Heimkini hans eru hér í norðurhöfum og á veturnar dvelur hann við strendur landsins, en á sumrinn á heiðarvötnum og hólmum.  Upprunanlegur stofn himbrima er í N.Ameríku. Rödd himbrimans er afar sérstök, eða langdregin angurvær óp og óhugnanlegur titrandi "hlátur" sem getur vakið upp hroll hjá mannfólkinu þegar rökkrið sígur að á kyrrum kvöldum.

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00