18.12.2011 19:37

Verslunin Dagsbrún auglýsir

Verslunin Dagsbrún var rekin bæði á Eyrarbakka og í Reykjavík. Á Bakkanum var verslunin í "Regin" árið 1912 ásamt skrifstofu undir stjórn Þorleifs Guðmundssonar frá Háeyri. Hús það sem stóð handan við Regin og Þorleifur verslaði í á árunum áður var með versluninni Dagsbrún notað sem pakkhús.

Í Reykjavík seldi verslunin aðalega vefnaðarvörur og föt. Þar var einnig saumastofa undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar skraddara. En á Eyrarbakka voru einnig alhlhiða nauðsynja og munaðarvörur til sölu, eins og auglýsingin ber með sér.

Síðar stóð hús sem "Dagsbrún" hét þar skamt frá, sunnan götunar og austan við "Læknishús"

Heimild: Suðurland 1912

Flettingar í dag: 5193
Gestir í dag: 277
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448695
Samtals gestir: 46252
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 22:00:32