01.12.2011 23:24

Þórdís ljósmóðir

Þórdís SímonardóttirÞórdís Símonardóttir (f.22.09.1853. að Kvikstöðum í Borgarfirði. d. 4.6.1933) nam ung ljósmóðurstörf hjá Þorbjörgu Sveinsdóttur (systur Benedikts Sveinssonar, alþingism.) Átján ára hafði hún lokið námi, og fluttist þá útlærð ljósmóðir í Biskupstungur og gegndi þar starfi í 8 ár. Síðan var hún skipuð ljósmóðir á Eyrarbakka, Þar sem hún gengdi ljósmóðurstörfum til dauðadags. Tómthúsfólk, sem flest átti við þröng kjör að búa, áttu fylgi Þórdísar í öllu, sem til góðs mátti vera, hún studdi við réttindabaráttu og menningu þessa fólks og tók virkan þátt í félagsmálum, verkalýðs og kvenréttindabaráttu og áfengisvörnum. Síðustu árin kenndi hún börnum að lesa, en það var lengi til siðs á Bakkanum að eldri kvenfélagskonur tækju að sér lestrarkennslu 6-7 ára barna.

Þórdís giftist Bergsteini Jónssyni, söðlasmið, árið 1890, en hann dó ungur. Seinni maður Þórdísar var Jóhannes Sveinsson, úrsmiður, en þau skildu samvistir. Eignuðust þau eina dóttur, Ágústu Jóhannesdóttur er lengi bjó í Brennu og kenndi hún einnig mörgum börnum að lesa á sínum efri árum.

Heimild: Hlín 1954
Flettingar í dag: 1817
Gestir í dag: 240
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 380898
Samtals gestir: 43186
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 23:46:26