15.10.2011 20:51
Björgun
Þyrla Landhelgisgæslunar TF-Líf tók þátt í björgunaræfingu með Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka í dag, þar sem æft var með leitarhunda og sigmann.(Mynd t.v.: Linda Ásdísardóttir)
Hér eru nokkrar gamlar myndir þar sem þyrlur Gæslunar hafa komið við sögu á æfingum og björgunum með björgunarsveitinni á Eyrarbakka.
Æft með TF-Sif snemma á 8. áratugnum.
TF-Gná yfir Eyrarbakka eftir Suðurlandsskjálftan 2008.
TF-Gró við björgunarstörf í brimgarðinum á Eyrarbakka 1983 ásamt björgunarsveitarmönnum. Saga þyrlanna er í stuttu máli þannig:
Fyrsta þyrlan sem skráð var hér á landi var smávél af gerðinni Bell-47. Hún var skrásett 10. júní 1949, en skilað aftur til Bandaríkjanna í september sama ár. Nr.2 var einnig Bell-47. Það var TF-EIR sem var i eigu Slysavarnafélags Íslands og Landhelgisgæslunnar. Hún var skrasett 30. apríl 1965. TF-EIR brotlenti á Rjúpnafelli 29. september 1971 og gjöreyðiiegðist. Nr. 3 var TF-GNÁ, stór Sikorsky þyrla i eigu Landhelgisgæslunnar. Hún var skrásett 21. febrúar 1972. TF-GNÁ eyðilagðist i nauðlendingu á Skálafelli 3. október 1975 eftir að drifkassi í stéli brotnaði. nr.4 var TF-HUG sem var af gerðinni BeIl-47 og í eigu Landhelgisgæslunnar. Hún var skrásett 29. mars 1973. Þessi þyrla skemmdist í nauðlendingu, eftir hreyfilbilun í grennd við Kópavogshæli, 13. febrúar 1977. Nr.5 var TF-MUN. Hún var einnig af gerðinni Bell-47 í eigu Landhelgisgæslunnar. Hún skemmdist í nauðlendingu, vegna hreyfilbilunar, i grennd við Vogastapa árið 1975. Nr. 6 var TF-GRO. Hún var af gerðinni Hughes 369 og í eigu Landhelgisgæslunnar. Hún var skráð hér á landi 7. apríl 1976. Þessi þyrla flaug á loftlínu, við Búrfellsvirkjun, og eyðilagðist, 17. nóvember 1980. Nr.7 var TF-Rán tekin í notkun 1980, en hún fórst í Jökulfjörðum 1983.
Heimild: DV 1981 og Wikipedia