06.09.2011 22:43
Vertíðin 1953, aflabrögð
Breytingar urðu á skipastól Bakkamanna: Farsæll SH 30, 28 brúttórúml., eigandi Sigurjón Halldórsson, Gráfarnesi o. fl., seldur Bjarna og Jóhanni Jóhannssonum, Eyrarbakka, og heitir nú Jóhann Þorkelsson ÁR 24. Gunnar ÁR 199, 13 brúttórúml., eign Jóns K. Gunnarssonar, Eyrarbakka, seldur Bjarna Árnasyni, Hafnarfirði.
Sex þilfarsbátar voru gerðir út frá Eyrarbakka á þessari vertíð, og var það einum bát fleira en 1952. Bátarnir stunduðu allir veiðar með línu framan af vertíðinni, en tóku siðan upp þorskanet. Vertíð hófst um mánaðamótin janúar og febrúar og stóð fram undir lok. Sá báturinn, sem oftast reri, fór 49 (61) róðra. Eftir mánuðum skiptist róðrafjöldinn þannig: Febrúar 13 (9), marz 7 (24), april 25 (22), mai 4 (6). Róðrafjöldinn í marz ber það með sér, að gæftir voru þá eindæma slæmar og mátti reyndar heita svo allan fyrri hluta vertíðarinnar. Meiri hluti aflans veiddist í aprílmánuði eða 517 smál. af 833. Meðalafli í róðri eftir mánuðum var sem hér segir: Febrúar 1925 kg (1355), marz 3877 kg (3700), apríl 3404 kg (3741), maí 3115 kg'(2760). Meðalafli í róðri var 3115 kg, og er það um 300 kg minna en á næstu vertíð á undan. Meðalveríðarafli á bát var 122 smál., og er það 62.6 smál. minna en 1952. Vélbáturinn Faxi var aflahæstur, en hann fiskaði um 184 smál. af fiski í 49 róðrum og um 17.5 þús. 1. af lifur. Meðalafli hans i róðri var 3752 kg. Skipstjóri á Faxa var Jóhann Vilbergsson. Enginn Eyrarbakkabátur fiskaði fyrir tryggingu yfir vertíðina, en hún nam kr. 2800.00 á mánuði. Heildaraflinn, sem á land kom, var 90 smál. minni en árið áður og var þó einum bát fleira við veiðar. Megnið af aflanum var fryst, nokkuð hert og lítið eitt saltað.
(*innan sviga: samanburður við 1952)
Heimildarmaður: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka. t.r. Ægir 1953