04.09.2011 23:02

Aflabrögð 1954

Einn Bakkabáta var "Freyr"Vertíðin 1954: Fjórir bátar voru gerðir út frá Eyrarbakka, og var það tveimur bátum færra en árið 1953. Bátarnir veiddu framan af vertíð með línu, en síðan með netjum. Vertíð hófst 6. febrúar og lauk 10. maí. Í febrúarmánuði voru mjög stirðar gæftir, en reytingsafli. Tíðarfar í marzmánuði var sæmilegt til sjósóknar, en afli sáratregur. Í aprílmánuði var afli skástur á vertíðinni, en gæftir slæmar. Sá bátur, sem oftast reri, fór 53 róðra og skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Febrúar 8, marz 23, apríl 15, maí 7 . Meðalafli í róðri var sem hér segir eftir mánuðum: Febrúar 3950 kg, marz 2649 kg, apríl 5606 kg, maí 3127 kg, Meðalafli í róðri yfir vertíðina var 3745 kg, og er það 630 kg meira en árið áður. Meðal vertiðarafli á bát var 166 smál., en 122 smál. á vertíðinni 1953. VéJbáturinn "Jóhann Þorkelsson" var aflahæstur, en hann fiskaði um 215 smál. í 53 róðrum, og var því meðalafli hans í róðri 4050 kg. Skipstjóri á þessum bát var Jóhann Bjarnason. Heildarafli Eyrarbakkabáta var 655 smál., og er það 178 smál. minna en árið áður, enda var nú tveimur bátum færra.

Heimildarraaður: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka fyrir tímaritið Ægir 1954.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06