28.08.2011 23:12

Fregnir af ferðum Irenar

Spá um ferðir Irenu
Irene er nú 975 mb. hitabeltisstormur (POST-TROPICAL CYCLONE ) og veikist, en að sama skapi breiðir stormurinn sig yfir stærra svæði. Vindhraði er um 24 m/s. Stormurinn mun fara yfir Kanada í nótt og á morgun.  Stormurinn mun síðan taka stefnu á Íslands strendur og munu áhrifa Irenu fara að gæta víðsvegar um land á fimtudag með austan strekkingi. Gert er ráð fyrir að stormurinn muni síðan þrengja sér inn á Grænlandssund með vindhraða um 21m/s. Hinsvegar bendir allt til þess að besta veðrið verði á Bakkanum á meðan íslandsheimsókn Irene stendur, en að öllum líkindum mun brima talsvert hér við ströndina í kjölfarið.

Flettingar í dag: 2084
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 1475
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 580552
Samtals gestir: 52844
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 21:45:14