24.08.2011 23:06
Aflabrögð 1956
Vertíðina 1956 reru fjórir bátar af Bakkanum, Jóhann Þorkellsson ÁR 24, Helgi ÁR 10, Ægir ÁR 183, og einn bátur til. Þeir öfluðu samtals 934 lestir fisks (1.208 lestir) í 194 róðrum. Lifrarfengur var 78.235 litr., en 112 Þús. litr. árið áður. Mb. Jóhann Þorkelsson var aflahæstur með 253 lestir fisks í 49 sjóferðum. Skipstjóri á Jóhanni Þorkelssyni var Bjarni Jóhannsson. Vertíðin hófst ekki fyrr en í febrúar, en þá komust tveir bátar til sjós, einn róður hvor en í mars fóru Bakkabátar samtals 60 róðra og 55 í apríl.