14.08.2011 10:50

Hrói og Dröfn gefin saman


Fjöldi fólks var viðstatt brúðkaup aldarinnar á Eyrarbakka, þegar gefin voru saman fegursti haninn og fegursta hænan.
Ragnar dúfna og hænsnabóndi að Brandshúsum tilkynnir lýðnum hvaða hani og hæna urðu hlutskörpust í fegurðarsamkeppninni. Greidd voru 1.164 gild atkvæði.










Hlutskörpust urðu haninn "Hrói" og hænan "Dröfn". Eigandi fuglanna er Erna Gísladóttir, en hún heldur hér á "Dröfn" t.v. en Ólöf Helga Haraldsdóttir heldur á brúðgumanum.

Það var svo Hreppstjórinn sjálfur sem gaf púturnar saman í borgaralegt hænsnaband við hátíðlega athöfn en Byggðarhornssystrabandið sá um undirspil og söng.

Sláttukeppni fór fram við Íshúsið þar sem Eyrbekkskir sláttumenn öttu kappi með orf og ljá. Keppnina sigraði Emil Ingi Haraldsson.
Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28