14.08.2011 10:50
Hrói og Dröfn gefin saman

Fjöldi fólks var viðstatt brúðkaup aldarinnar á Eyrarbakka, þegar gefin voru saman fegursti haninn og fegursta hænan.


Hlutskörpust urðu haninn "Hrói" og hænan "Dröfn". Eigandi fuglanna er Erna Gísladóttir, en hún heldur hér á "Dröfn" t.v. en Ólöf Helga Haraldsdóttir heldur á brúðgumanum.

Það var svo Hreppstjórinn sjálfur sem gaf púturnar saman í borgaralegt hænsnaband við hátíðlega athöfn en Byggðarhornssystrabandið sá um undirspil og söng.

Sláttukeppni fór fram við Íshúsið þar sem Eyrbekkskir sláttumenn öttu kappi með orf og ljá. Keppnina sigraði Emil Ingi Haraldsson.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 4909
Gestir í dag: 272
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448411
Samtals gestir: 46247
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:17:06