13.08.2011 12:33

Fjölmenni í skrúðgöngu


Gríðarlegur fjöldi fólks tók þátt í skrúðgöngunni í morgun, en nú stendur sem hæst hin árlega Aldamótahátíð og mikið um að vera á Bakkanum, enda dagskráin full af fornlegum uppákomum.

Hreppstjórinn á Eyrarbakka Siggeir Ingólfsson og frú Anna Árnadóttir í Gónhól prúðbúinn á ferð.

Kaupmaðurinn búinn að opna Laugabúð, þar mun vera höndlað með ýmsan eftirsóttan varning alla helgina. 

Eyrbesk börn, sem og fullorðnir eru klædd samkvæmt nýjustu tísku hér á ströndinni.








Sr. Sveinn blessaði lýðinn á Kaupmannstúninu, en síðan var boðið upp á ljúfenga kjötsúpu.

Í gamladaga voru margar turndúfur á Bakkanum, en þessi stúlka mun sjá um að sleppa þessum turtildúfum frá gallery Gónhól síðdegis í dag, en þar mun einnig verða brúðkaup aldarinnar þegar gefin verða saman fegursta hænan og fegursti haninn. Í Gónhól stendur nú yfir fegurðarsamkeppni hænsnfugla og er fólk hvatt til að leggja til sitt fegurðarmat á þessari dýrasamkomu.

Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28