06.08.2011 23:16

Aflabrögð 1961

Bátar í slippnumVertíðina 1961 reru þrír bátar af Eyrarbakka, en það voru Björn ÁR, skipstj. Sigurður Guðjónsson, Helgi ÁR 10, skipstjóri Sverrir Bjarnfinnsson aflakóngur og Jóhann Þorkellson ÁR 24, en skipstjórin á honum var Bjarni Jóhannsson.

16. - 31. jan. Frá Eyrarbakka reru 2 bátar í byrjun vertíðar með línu. Fóru þeir alls 7 róðra í jan. og öfluðu 16 lestir óslægt, þar af aflaði Helgi ÁR 10, 14 lestir í 6 róðrum.

1.-15. febrúar.  Héðan reru 2 bátar með línu; nam afli þeirra á tímabilinu 67 lestum í 18 róðrum, var afli þeirra nær alveg jafn.

16.-28. febr. Héðan reru 2 bátar með línu og varð afli þeirra á tímabilinu 25 lestir í 8 róðrum.

1.-15. marz. Héðan reru 2 bátar með net. Voru gæftir alveg afleitar. Fór hvor bátanna 2 róðra og nam aflinn 6 lestum.

15. - 31. marz. Héðan reru 3 bátar með net. Gæftir voru sæmilegar, en þó flest farnir 13 róðrar. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð ms. Björn með 68 lestir.

1.apríl - 15. apríl 1961. Héðan reru 3 bátar með net. Gæftir voru mjög góðar og voru flest farnir 13 róðrar. Aflinn á tímabilinu varð 195 lestir í 33 róðrum. Aflahæstu bátarnir á tímabilinu voru: Helgi með 77 lestir í 13 róðrum og  Jóhann Þorkelsson með  69 lestir í 13 róðrum.

16.-30. apríl. Héðan reru 3 bátar með net. Gæftir voru góðar og voru flest farnir 11 róðrar. Aflahæsti bátur á vertíðinni í apríllok var Helgi með 234 lestir í 57 róðrum.

Helgi ÁR 101.-15. maí 1961, vertíðarlok. Frá Eyrarbakka reru 3 bátar með net, gæftir voru sæmilegar. Aflinn á tímabilinu varð 33 lestir í 5 róðrum. Aflahæsti báturinn var ms. Björn með 27 lestir (óslægt) í 3 róðrum. Heildaraflinn á vertíðinni varð 637 lestir (óslægt) í 141 róðri hjá 3 bátum. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: Helgi með 237 lestir í 58 róðrum og Jóhann Þorkelsson með 221 lest í 53 róðrum.

15. maí til 31. ágúst, humarvertíð. Af Bakkanum stunduðu 4 bátar humarveiðar og öfluðu allvel eða um 4 lestir í veiðiför en afli fór minkandi er áleið.

1. sept. - 31. okt. Héðan stunduðu 3 bátar humarveiðar fram til 15. september. Afli var mjög rýr frá septemberbyrjun og aðallega þorskur og langa. Algeng veiðiköst voru um 1 lest í veiðiferð, sem tekur venjulega um 2 sólarhringa.

Ekkert var róið af Bakkanum í nóvember og desember 1961.

Heimild:  Ægir 1961.

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229408
Samtals gestir: 29867
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 03:49:09